Veiði hafin í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 2. júlí 2018 08:04 Þröstur Elliðason með stórlax sem veiddist við opnun Hrútafjarðarár. Hrútafjarðará hefur lengi verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og aðsóknin í hana hefur lengi verið þannig að það heuf rmyndast biðlisti eftir leyfum á besta tímanum í ánni. Veiði hófst í Hrútafjarðará 28. júní og opnunin kom veiðimönnum þægilega á óvart. Þær þrjár stangir sem veiddu ánna voru ansi rólegar við veiðarnar og aðeins var staðið ´ium sjö tíma við bakkann. Afraksturinn af því voru fimm laxar á land og sá stærsti 90 sm langur sem veiddist í veiðistaðnum Sírius. Hrútafjarðará verður oft ansi vatnslítil á sumrin og hefur það stundum bitnað á veiðinni en núna er áin í aldeilis frábæru vatni og haldi rigningar áfram reglulega eru litlar líkur til að hún verði óþægilega lág í vatni í sumar. Lax hefur sést nokkuð víða í ánni og það verður spennandi að sjá hverju stórstreymi gærdagsins og straumar komandi daga skila af laxi í ánna. Heildarveiðin í Hrútafjarðaá var 384 laxar sumarið 2017 en besta veiðin í ánni var 2015 þegar 860 laxar veiddust í ánni. Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Vefsalan opnar í dag hjá SVFR Veiði I hope I got the right one! Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Vorveiðin fer ágætlega af stað í Grímsá Veiði
Hrútafjarðará hefur lengi verið ein vinsælasta laxveiðiá landsins og aðsóknin í hana hefur lengi verið þannig að það heuf rmyndast biðlisti eftir leyfum á besta tímanum í ánni. Veiði hófst í Hrútafjarðará 28. júní og opnunin kom veiðimönnum þægilega á óvart. Þær þrjár stangir sem veiddu ánna voru ansi rólegar við veiðarnar og aðeins var staðið ´ium sjö tíma við bakkann. Afraksturinn af því voru fimm laxar á land og sá stærsti 90 sm langur sem veiddist í veiðistaðnum Sírius. Hrútafjarðará verður oft ansi vatnslítil á sumrin og hefur það stundum bitnað á veiðinni en núna er áin í aldeilis frábæru vatni og haldi rigningar áfram reglulega eru litlar líkur til að hún verði óþægilega lág í vatni í sumar. Lax hefur sést nokkuð víða í ánni og það verður spennandi að sjá hverju stórstreymi gærdagsins og straumar komandi daga skila af laxi í ánna. Heildarveiðin í Hrútafjarðaá var 384 laxar sumarið 2017 en besta veiðin í ánni var 2015 þegar 860 laxar veiddust í ánni.
Mest lesið Veiðimenn óhressir með hækkun í Veiðivötnum Veiði Hver er besta haustflugan í laxinn? Veiði Náðu 13 löxum í Brennunni á einum degi Veiði Laugardalsá langt undir meðaltalsveiði Veiði Laxinn hefur gefið sig í Tungufljóti Veiði Vefsalan opnar í dag hjá SVFR Veiði I hope I got the right one! Veiði Pálmi Gunnars og félagar leigja Eldvatn Veiði Allt að 99% afsláttur af veiðileyfum Veiði Vorveiðin fer ágætlega af stað í Grímsá Veiði