Segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2018 17:54 Paul Ryan. Vísir/AP Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira
Paul Ryan, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og einn af leiðtogum Repúblikanaflokksins, segir íhaldsmenn þurfa að berjast gegn öfgaöflum eins hinu-hægrinu svokallaða og rasistum. Hann sagði meðlimi Repúblikanaflokksins þurfa að standa sig betur í að ná aftur stjórn á gömlum hugtökum. „Við þurfum að fara aftur á vígvöllinn, berjast fyrir okkar málstað, vinna aftur þessar hugmyndir og koma þessum aðilum sem best við getum út í horn. Gerið allt sem þið getið til að sigra,“ sagði Ryan á ráðstefnu íhaldsmanna í dag.Samkvæmt umfjöllun Politico fór hinn 48 ára gamli Ryan, sem hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér aftur og mun hætta á þingi í byrjun næsta árs, hörðum orðum um hitt hægrið (alt-right). Hugtak sem nær yfir ýmsa hópa hægri öfgamanna sem aðhyllast oft rasisma og þjóðernishyggju.„Þetta er ekki íhaldssemi. Þetta er rasismi. þetta er þjóðernishyggja,“ sagði Ryan. „Þetta er ekki það sem við trúm á. Þetta fylgir ekki sýn okkar og sjónarmiðum landsfeðranna.“ Þá sakaði Ryan þessa hópa um að hafa rænt íhaldssömum hugtökum og að nútímatækni, sem gerði aðilum auðvelt með að græða peninga á því að dreifa boðskap sundrungar, gerði það einnig erfitt að bola þeim á brott. „Hvernig náum við kjarnanum aftur?“ var meðal þeirra spurninga sem Ryan velti upp á ráðstefnunni. Ryan var gagnrýndur nýlega eftir að hann neitaði að fordæma þingmanninn Steve King, sem er þekktur fyrir andúð á innflytjendum í Bandaríkjunum. Í síðasta mánuði tísti hann rasískum skilaboðum frá Nasista og talsmaður Ryan sagði í kjölfarið að Nasistar ættu ekki sæti í Repúblikanaflokknum og þingmenn ættu ekki að eiga í samskiptum við slíka aðila, sem dreifi hatri. King montaði sig í kjölfarið af því að talsmaðurinn hefði ekki nefnt hann á nafn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Sjá meira