Ásdís: Fyrsta skipti í langan tíma sem ég vissi ekki hvort ég fengi gull, silfur eða brons Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:30 Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst. Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira
Ásdís Hjálmsdóttir vann tvö gull og eitt silfur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Sauðárkróki um helgina. Ásdís fagnar því að fá samkeppni á íslensku mótunum og er ánægð með þá kynslóð af ungum kvenkösturum sem eru að stíga upp á stóra sviðið. Ásdís hefur undanfarin ár verið ein farsælasta frjálsíþróttakona Íslands og hún fagnaði silfurverðlaununum mikið. „Ég er búin að vera að vinna þessar greinar á Íslandsmótunum núna undan farin ár, sem ég á ekki að vera að gera sem spjótkastari, en það var bara vegna þess að það vantaði stelpur í aðrar greinar,“ sagði Ásdís við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. Ásdís vann silfur í kringlukasti um helgina en gull í kúluvarpi og hennar aðalgrein, spjótkasti. „Núna er að koma upp mikil breidd og mikið af ungum stúlkum. Það var ótrúlega gaman núna að í fyrsta skipti í langan tíma var ég að keppa á Meistaramóti og ég vissi ekkert hvort ég fengi gull, silfur eða bros í kringlunni.“ „Hún Thelma Lind [Kristjánsdóttir], sem vann kringluna, hún er búin að kasta lengra en ég í sumar og er að standa sig rosalega vel. Mér finnst það bara alveg æðislegt að sjá þessar ungu stelpur koma upp og ná þessum árangri og við erum að fá fleiri kvenkastara inn á stórmót.“Ásdís setti færslu á Facebook á sunnudag sem vakti mikla athygli, þar sem hún sagðist vera ánægðust með silfurverðlaunin sín af verðlaunapeningunum þremur sem hún tók með sér heim. „Ég fékk þessa spurningu, hvort ég væri pirruð yfir því að hafa tapað, en ég var ekkert að tapa gullinu, ég var að vinna silfrið vegna þess að ég hefði alveg eins geta verið í þriðja sæti. Það er miklu skemmtilegra að keppa þannig heldur en að koma inn og sækja medalíurnar því það er engin samkeppni.“ Ásdís hefur keppt á þremur Ólympíuleikum og á þar best 11. sæti frá London 2012. Hún hefur verið fastur gestur á Evrópu- og heimsmeistaramótum síðustu ár og mun taka þátt á EM í Berlín í byrjun ágúst. „Ég ætla ekki að gefa út nein svakaleg markmið fyrir þetta mót núna,“ sagði Ásdís sem er að koma til baka úr erfiðum meiðslum. „Það er búið að ganga rosalega vel núna að koma til baka. Ég er búin að kasta yfir 60 [metra] og ég á miklu meira inni. Ég þarf að bæta aðeins stöðugleika í tækninni til að vera að kasta jafnt mjög vel. En ég ætla í úrslit og ég vona að það gangi eftir.“ Ásdís varð 11. á HM í London í fyrra og í 8. sæti á EM fyrir tveimur árum. Það er jafnframt hennar besti árangur á stórmóti, að undanskildum Smáþjóðaleikunum þar sem hún hefur oftast tekið gull. Keppni í spjótkasti á EM í Berlín hefst fimmtudaginn 9. ágúst.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Sjá meira