80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. júlí 2018 07:00 Búið er að reisa svið á Þingvöllum vegna fundarins. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Kostnaður vegna hátíðarþingfundar á Þingvöllum gæti farið allt að 78 prósent umfram áætlun. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir kostnaðinn nú áætlaðan 70 til 80 milljónir króna. Í svari Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar frá því í júnílok kemur fram að kostnaður í rekstraráætlun ársins vegna fundarins hafi verið um 45 milljónir. Þó væri ljóst að eftir því sem umfang viðburðarins hefði skýrst gæti kostnaður orðið eitthvað meiri. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu og segir Helgi að því fylgi töluverður kostnaður þar sem taka þurfi tillit til þess í skipulagningu. Þá hefur verið settur upp sérstakur pallur fyrir neðan Lögberg sem ætlaður er þingmönnum og boðsgestum.Helgi Bernódusson.VísirMeðal boðsgesta eru forseti Íslands og þingforsetar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Forseti Alþingis mun svo bjóða þingmönnum og gestum til hátíðarkvöldverðar. Fundurinn á Þingvöllum er liður í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands. Þar stendur til að samþykkja þingsályktunartillögur um stofnun Barnamenningarsjóðs, byggingu nýs hafrannsóknaskips og útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og bókmenntasögu frá landnámi til 21. aldar. Á morgun verða 100 ár liðin frá undirritun samninga um sambandslögin. Lögin tóku gildi 1. desember 1918 eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um haustið. „Starfsfólk þingsins er á kafi í undirbúningi. Við höfum verið í miklu samstarfi við þjóðgarðsvörðinn og hans starfslið. Einnig í miklu og góðu samstarfi við lögreglu, utanríkisráðuneytið og ekki síst Sjónvarpið,“ segir Helgi. Einar Á. E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir undirbúning almennt hafa gengið vel. Fundurinn nú sé einfaldari í sniðum en fyrri hátíðarfundir sem hafa verið haldnir á staðnum. „Þó setur aukinn ferðamannafjöldi þetta í annað samhengi en einnig eru töluvert meiri öryggiskröfur nú en til dæmis árið 2000, þegar Alþingi kom síðast saman á Þingvöllum.“ Einar segir að fundinum fylgi einhver röskun á hefðbundnu flæði ferðaþjónustufyrirtækja. Til að mynda verður vegi inn að gestastofu á Hakinu og bílastæði þar lokað frá klukkan átta um morguninn til klukkan sex um kvöldið. Að sögn Einars hafa rúmlega fimm þúsund manns að meðaltali gengið um Almannagjá á hverjum degi það sem af er júlí.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
Málið sem stjórnmálin skulda þjóðinni rætt á Þingvöllum Formenn allra flokka funduðu um breytingar á stjórnarskránni í gær. Forsætisráðherra segir þjóðina eiga það inni hjá stjórnmálamönnum að þeir reyni sitt besta til að ná samstöðu. 30. júní 2018 09:30
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38