Sennilegast illa mætt til vinnu í París í dag Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Það er allt „geðbilað“ í París segir Friðrika um stemninguna. Vísir/Getty „Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
„Það er allt vitlaust hér um allar götur,“ segir Friðrika Benónýsdóttir sem stödd var í París í gær og upplifði fagnaðarlæti Parísarbúa eftir sigur Frakka á Króötum í úrslitaleik Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. „Ég er uppi í fjórtánda hverfi en ekki niðri í miðbæ þar sem allt er vitlaust. En hér er allt gjörsamlega geðbilað og búið að vera svo sem, síðan þremur klukkutímum fyrir leikinn.“ Fréttablaðið náði tali af Friðriku klukkan 23 að staðartíma og segist hún aðspurð ekki eiga von á því að fagnaðarlátum linni á kristilegum tíma. „Ó, nei. Það verður illa mætt í vinnu hér í fyrramálið er ég hrædd um,“ segir hún hlæjandi. Friðrika segir gleðina hafa farið prúðmannlega fram, enn sem komið væri. Friðrika Benónýsdóttir, rithöfundur. Fréttablaðið/Anton Brink „En eftir að þeir unnu undanúrslitaleikinn um daginn þurfti lögreglan að spreyja þá með táragasi. Þeir klifra upp á bíla, hoppa á bílþökum og kasta kínverjum undir bíla bara af einskærri gleði. Þannig að það getur meira en verið að það þurfi að spreyja þá aftur.“ Sjálf vonaðist Friðrika til þess að Englendingar kæmust upp úr undanúrslitum enda eigi hún breskan tengdason. „Svo hef ég sjálf alltaf haldið með Ítölum þannig að ég ætlaði ekki einu sinni að horfa á keppnina. En svo er bara ekki annað hægt en að smitast af þessari fótboltamaníu sem hér ríkir og það er bara dásamlegt að fá að upplifa þessa gleði.“ Friðrika var í fjórtánda hverfi borgarinnar, líkt og áður segir, þegar fagnaðarlætin eftir leikinn brutust út. Hún segir einfaldlega dásamlegt að sjá fólk á öllum aldri gleðjast saman. „Allt frá þriggja mánaða upp í 95 ára fagna saman og allir brostu eyrnanna á milli.“ Mikill fjöldi fólks horfði á leikina á börum og kaffihúsum sem sýndu leiki á stórum útiskjáum víðs vegar um borgina. Að sögn Friðriku var alls staðar troðfullt út úr dyrum og mörg hundruð manns sem ekki fengu sæti stóðu í röðum við hvert einasta kaffihús. Aðspurð um uppáhaldsleikmann Frakka segist Friðrika sjá fólk í fótboltatreyjum með nöfnum ýmissa leikmanna. Í hennar hverfi búi þó mikið af svörtu fólki og það fari ekki fram hjá neinum hve heitt þeir elska hinn nítján ára gamla Kylian Mbappe
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59 Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00 Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Pussy Riot hljóp inn á völlinn í miðjum úrslitaleik Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar Frakkland og Króatía léku til úrslita á heimsmeistaramótinu í dag. 15. júlí 2018 16:59
Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir. 15. júlí 2018 17:00
Deschamps: Spiluðum ekki okkar besta leik en skoruðum samt fjögur mörk Frakkar eru heimsmeistarar eftir sigur á Króötum í fjörugum úrslitaleik í Moskvu í dag. Landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps var að vonum í sjöunda himni í leikslok. 15. júlí 2018 17:47