Hugleiðingar um sumarið sem aldrei kom Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 11:00 Steingrímur og Pamela hafa ekki komið fram saman síðan 2016 og þá í Hallgrímskirkju. Þau endurtaka leikinn í dag. Fréttablaðið/Anton Brink Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Hjónin Pamela De Sensi og Steingrímur Þórhallsson troða upp saman á hálftíma löngum tónleikum í Hallgrímskirkju í dag sem hefjast klukkan tólf. Þar leika þau nýleg verk eftir Steingrím, fyrir flautur og orgel. „Við Pamela spilum ekkert oft saman,“ upplýsir hann. „Síðast var það, held ég, í Hallgrímskirkju 2016. Þá frumfluttum við einmitt eitt af verkunum sem við erum með á dagskránni núna.“ Skyldi Steingrímur hafa samið öll lögin með Pamelu í huga og hennar flautur? Hann hlær. „Já, það eru hæg heimatökin hjá henni að þrýsta mér út í það. Reyndar hefur talsverður hluti minna tónsmíða verið gerður fyrir einhver af hennar verkefnum. Hún á svo margar flautur,“ segir hann og nefnir kontrabassaflautu, altflautu, bassaflautu og venjulega þverflautu. „Þegar við Pamela spiluðum saman 2016 samdi ég verk fyrir orgelið og allar flauturnar hennar. Það byrjar rosa djúpt og endar efst uppi.“ Orgel og flauta geta verið skemmtileg saman að sögn Steingríms. „Ég þarf auðvitað að passa sig að kæfa ekki lægri flauturnar, sérstaklega þegar ég sit við hljóðfæri með jafn mikinn styrk og það sem er í Hallgrímskirkju.“ Altflautan er dýrindis hljóðfæri og fellur sérstaklega vel að orgelinu, að sögn Steingríms. „Hún er ekkert mikið lægri en venjuleg þverflauta en hún er með aðeins þykkri tón. Við frumflytjum núna tvær glænýjar rigningarhugleiðingar um sumarið sem aldrei kom. Önnur heitir Fimmtíu gráir skuggar og hin Sólin bak við skýin. Þær eru fyrir altflautur. Auk þess eru tvö orgelstykki sem ég samdi í apríl á síðasta ári, svo þetta eru svolítið egóískir tónleikar.“ Hann segir alltaf rosa gaman að spila á stóra orgelið í Hallgrímskirkju. „Ég samdi þessa músík með það hljóðfæri í hausnum. Sko, þessi orgelstykki mín tvö eru dálítið – ég segi ekki hasarverk, heldur skemmtileg verk um sálma Lúthers og það eru svo mörg á borð á orgelinu í Hallgrímskirkju sem maður getur leikið sér á. Það er erfiðara á minni hljóðfærum, sérstaklega ef enduróm vantar – en hann er fyrir hendi þarna.“ Steingrímur er, sem kunnugt er, organisti og kórstjóri í Neskirkju í Reykjavík. Auk þess var hann að næla sér í mastersgráðu í tónsmíðum í vor frá Listaháskóla Íslands. „Nú er ég búinn að fá nóg af námi í bili,“ segir hann. „En ég hef samið dálítið af kórverkum og nýti mér það að vera með tvo kóra, Neskirkjukórinn og svo Drengjakór Reykjavíkur sem ég hef verið með í þrjú ár en er líklega að sleppa af honum hendinni. Er að reyna að einbeita mér að tónsmíðunum með organistastarfinu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira