Stjórnvöld reiðubúin að kalla út herinn til að bregðast við rafmagnsleysi eftir Brexit Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 11. júlí 2018 20:02 Er ekki kominn tími til að tengja? Vísir/Getty Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu. Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Samkvæmt neyðaráætlun bresku ríkisstjórnarinnar vegna úrgöngu úr Evrópusambandinu gætu stjórnvöld þurft að leggja hald á þúsundir rafaflstöðva og láta þær fljóta á prömmum á Írlandshafi til að koma í veg fyrir rafmagnsleysi á Norður-Írlandi. Herinn gæti þurft að kalla heim herlið og tækjabúnað frá Afganistan til að bregðast við krísunni. Dagblaðið Financial Times birtir í dag viðtal við heimildamann innan ríkisstjórnarinnar sem hefur séð skriflega útgáfu af þessari neyðaráætlun sem er sögð sláandi lesning. Írland og Norður-Írland nota í dag sameiginlegt raforkudreifikerfi sem var samið um í friðarsáttmálanum árið 1998. Dreifikerfið er einn af mörgum þáttum á Írlandi sem flækja úrsögnina úr ESB enda verða Írar áfram í sambandinu eftir að Bretar segja sig formlega frá því á næsta ári. Vegna þeirrar upplausnar sem hefur ríkt í breskum stjórnmálum í tengslum við Brexit hefur litlu verið áorkað í samningaviðræðum við ESB um hluti eins og aðgang að samevrópskum raforkumarkaði. Nú er tíminn að renna út og alls óvíst hvort írsk raforkuver geti haldið áfram að selja orku til breskra neytenda á Norður-Írlandi á næsta ári. Heimildamaður Financial Times innan bresku ríkisstjórnarinnar segir það í raun með ólíkindum að heimurinn hafi ekki veitt þessu meiri athygli. Það sé sláandi að lesa skýrslur um neyðarúrræði sem grípa þurfi til ef allt fer sem horfir. Margt bendi til þess að mikið rafmagnsleysi sé framundan á Norður-Írlandi og ekki séu til nógu margar vararafstöðvar á öllum Bretlandseyjum til að koma í veg fyrir að myrkrið færist yfir Belfast og nágrenni. Í þessari neyð horfir breska ríkisstjórnin helst til hersins. Verið er að undirbúa flóknar aðgerðir sem fela í sér að fleyta prömmum við strendur Norður-Írlands. Rafaflstöðvar verði sendar heim með hraði frá Afganistan og settar á prammana til að geta í það minnsta veitt flestum heimilum rafmagn til skamms tíma. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir í samtali við Financial Times að vissulega séu þessar áætlanir til en vonast sé til að ekki þurfi að grípa til ítrustu úrræða. Enn sé tími til stefnu.
Brexit Tengdar fréttir Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10 Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Sjá meira
Illa haldið utan um Brexit Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, segir bresk stjórnvöld hafa haldið illa utan um Brexit. 9. júlí 2018 20:10
Ríkisstjórn May kynnir Brexit-skýrslu í vikunni í skugga innanflokksátaka Tveir áhrifamenn úr ríkisstjórn May hafa sagt af sér vegna óánægju með Brexit-stefnu hennar. 10. júlí 2018 12:21