Innflæði erlends fjármagns dróst saman um þriðjung á fyrri árshelmingi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. júlí 2018 07:00 Innflæði í skráð hlutabréf minnkaði á fyrri helmingi ársins. Vísir Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Innstreymi fjármagns vegna nýfjárfestingar var tæplega 30 milljarðar króna á fyrri helmingi ársins og dróst saman um þriðjung frá því á síðari helmingi síðasta árs þegar það nam um 45 milljörðum króna, samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands. Útflæði fjármagns, sem áður kom inn sem nýfjárfesting, nam hátt í átta milljörðum á fyrri helmingi þessa árs. Innstreymi í skráð hlutabréf minnkaði verulega á fyrstu sex mánuðum þessa árs borið saman við síðustu sex mánuði síðasta árs. Innstreymið nam tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi 2018 en til samanburðar var það um 33 milljarðar á seinni helmingi 2017. Nýfjárfesting á innlendum skuldabréfamarkaði hefur verið hverfandi það sem af er ári eða aðeins um 100 milljónir króna en til samanburðar var hún um 10,9 milljarðar á síðustu sex mánuðum síðasta árs. Fjármagnsinnflæði í ríkisskuldabréf, vegna fjárfestinga erlendra fjárfesta, stöðvaðist nær alfarið eftir að Seðlabankinn kynnti innflæðishöftin til leiks sumarið 2016. Samkvæmt þeim þarf að binda 40 prósent af innflæði fjármagns vegna fjárfestinga í skuldabréfum í eitt ár á núll prósent vöxtum. Innflæðið jókst á ný eftir að fjármagnshöft á fólk, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin í mars í fyrra en það hefur hins vegar verið umtalsvert minna en áður en höftunum var komið á og var hverfandi á fyrri helmingi þessa árs, eins og áður sagði. Á sama tíma og innstreymi í skráð hlutabréf og ríkisskuldabréf hefur dregist saman hefur innflæði í aðra fjárfestingu aukist en það nam hátt í 18 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Til samanburðar var annað fjármagnsinnflæði samtals tæplega 11 milljarðar á síðustu sex mánuðum 2017. Fram kom í nýlegu svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, við fyrirspurn Þorsteins Sæmundssonar, þingmanns Miðflokksins, að hreint innflæði erlends fjármagns vegna skráðrar nýfjárfestingar hefði numið 79,7 milljörðum króna árið 2016 og 127,5 milljörðum króna á síðasta ári.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Tengdar fréttir Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00 Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30 Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Íslandsbanki breytir vöxtunum Sameina útibú TM og Landsbankans Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Sjá meira
Veik rök fyrir innflæðishöftum Bandarískir hagfræðiprófessorar vilja að innflæðishöftin verði afnumin í skrefum. Rökin fyrir þeim séu veik við núverandi aðstæður. Koma megi í veg fyrir fjármálalegan óstöðugleika eftir öðrum leiðum. 7. júní 2018 06:00
Íslands skorar mjög hátt á „þetta reddast“ mælikvarðanum Ísland stendur öllum hinum Norðurlöndunum að baki í samkeppnishæfni samkvæmt úttekt IMD viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland fellur niður um fjögur sæti milli ára og er í 24. sæti í úttektinni. 24. maí 2018 18:30
Án bindiskyldu "væri illmögulegt að vera hér með sjálfstæðan gjaldmiðil“ Bindiskylda á erlent fjármagn sem leitar á skuldabréfamarkaðinn er forsenda þess að hægt sé að hafa sjálfstæða peningastefnu með krónu. Þá hefur bindiskyldan stöðvað sókn í vaxtamunarviðskipti sem sýnir að hún virkar. Þetta segir prófessor í hagfræði og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans. 11. apríl 2018 19:45