Ísraelsmenn að verða fyrstir til að senda einkageimfar til tunglsins Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 10. júlí 2018 19:03 Geimfarið á að lenda á tunglinu í febrúar Vísir/Getty Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003. Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Ísraelsk sjálfseignarstofnun, SpaceIL, segist reiðubúin að senda fyrsta geimfarið í einkaeigu til tunglsins. Til stendur að skjóta farinu á loft á þessu ári og lenda á tunglinu í febrúar á því næsta. Verkefnið hófst sem tilraun til að vinna 30 milljón dollara styrk sem var í boði fyrir sigurvegara Google Lunar XPrize. Tímafresturinn rann hins vegar út í mars án þess að nokkrum keppanda tækist að lenda á tunglinu. SpaceIL var hins vegar svo langt á veg komið að ákveðið var að halda áfram í samstarfi við Israel Aerospace Industries, sem er í eigu ísraelska ríkisins. Suður-Afríski milljarðamæringurinn Morris Kahn, sem er af gyðingaættum og með ísraelskt vegabréf, er sagður hafa lagt til stóran hlut af því fé sem þurfti til að draumurinn yrði að veruleika. SpaceIL hefur varið minnst 88 milljónum dollara í að hanna og byggja geimfarið, sem nemur tæpum tíu milljörðum íslenskra króna. Það verður um tveir metrar að þvermáli, einn og hálfur meter að hæð og vegur aðeins 585 kíló. Þar af eru 400 kíló af eldsneyti. Til að uppfylla skilmála XPrice verðlaunanna var geimfarið hannað til að lenda á tunglinu en hoppa síðan aftur upp og lenda í 500 metra fjarlægð. Gangi áætlun SpaceIL eftir verður Ísrael fjórða ríki heims til að lenda á tunglinu á eftir Bandaríkjunum, Sovétríkjunum og Kína. Fari allt á versta veg eru enn fjórir hópar eftir í kapphlaupinu um að koma fyrsta geimfarinu á einkavegum til tunglsins. Einn hópurinn er alþjóðlegur, einn bandarískur, einn indverskur og einn frá Japan. Ísraelsmenn hafa aðeins átt einn geimfara í sögunni, Ilan Ramon. Hann fórst með geimfarinu Columbia skammt frá bænum Palestine í Texas árið 2003.
Vísindi Tengdar fréttir Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45 Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00 NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bíll Musk á leiðinni út í smástirnabeltið Upphaflega stóð til að Tesla-rafbillinn færi á braut um sólina við sporbraut Mars. Falcon Heavy-eldflaugin virðist hafa gert gott betur. 7. febrúar 2018 11:45
Falcon 9 og Dragon fara á loft í dag Fyrirtækið SpaceX mun skjóta á loft eldflauginni Falcon 9 og geimfarinu Dragon í dag. Tilgangur leiðangursins er að fara með vistir í alþjóðlegu geimstöðina. 2. apríl 2018 15:00
NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Lítið er sagt þurfa að bregða út af til að aðferð sem SpaceX notar til að auka kraft eldflauga sinna geti endað með sprengingu. 7. maí 2018 16:14