Íslensk ofurtölva nýtt í meðferð á heilablóðfalli Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:15 Hátæknifyrirtækið Advania Data Centers rekur ofurtölvuþjónustu sem meðal annars er nýtt í tilraunir á sviði læknavísinda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira
„Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Sjá meira