Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júlí 2018 07:00 Það þekkist varla erlendis að bifreiðar á innri akrein á hringtorgum njóti forgangs Fréttablaðið/sigtryggur Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15