Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Sjá meira
Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00
Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00
Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30