Vilja fá alla með Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 23. júlí 2018 08:00 Eva Sigurðardóttir segir að í ár verði reynt að fá ýmsa ólíka hópa sem hafa ekki tekið þátt í Druslugöngunni áður til að vera með Fréttablaðið/Þórsteinn Druslugangan fer fram í sjöunda sinn næsta laugardag, 28. júlí, klukkan 14. Eins og venjulega verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll, en þar verða ræður og tónlistaratriði. Gangan er liður í baráttu gegn kynferðisofbeldi á Íslandi og hefur bæði vakið athygli og skilað árangri, ekki síst þegar kemur að því að breyta orðræðu um kynferðisglæpi hér á landi. „Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis. Þetta er öruggur staður þar sem fólk getur komið saman, hvort sem þau eru þolendur, aðstandendur eða einhver sem er á móti ofbeldi, til þess að krefjast breytinga í samfélaginu og réttarkerfinu,“ segir Eva Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar. „Í ár höfum við lagt áherslu á að reyna að gera gönguna aðgengilega fyrir alla og ná til ýmissa hópa sem hafa ekki endilega tekið þátt áður. Við höfum til að mynda unnið verkefni sem eru ætluð til að ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna og annarra hópa sem við höfum ekki náð mikið til síðustu ár. Við viljum endilega fá sem flesta til að vera með og vera meðvitaðir og verkefnið er ekki fyrir okkur, eða okkar hugarfóstur, heldur er gangan allra.“Kerfið þarf að vera þolendavænna „Druslugangan hefur alveg klárlega breytt einhverju. Sérstaklega þegar kemur að orðræðu og viðhorfum í samfélaginu. Maður hefur tekið eftir því að fólk er opnara og tilbúnara til að segja frá,“ segir Eva. „Það sem vantar kannski enn þá eru breytingar innan kerfisins, bæði hjá lögreglu og dómstólum. Það þarf að bæta verkferlana sem lögreglan vinnur eftir og það þarf að gera breytingar á dómum sem kynferðisafbrotamenn fá.“„Þetta er rosalega gerendavænt kerfi. Gerandinn fær alltaf að njóta vafans.“ „Umræðan innan kerfisins þarf að vera þolendavænni, það þarf að vera tekið mark á þolendum og þeir þurfa að finna fyrir meira öryggi,“ segir Eva. „Það má alltaf gera betur og eins og við sáum í MeToo umræðunni þá er þetta enn þá rótgróið í menningunni. Þess vegna höldum við áfram með gönguna, það er enn þörf fyrir hana.“Druslugangan hefur haft áhrif á orðræðuna um kynferðisafbrot á Íslandi.ÞORRI LÍNDAL GUÐNASONMeToo umræðan mikilvæg „MeToo og Druslugangan tengjast, því markmiðin eru þau sömu, að opna umræðuna og útrýma kynferðisofbeldi,“ segir Eva. „Það þarf að gera það mögulegt að segja frá og breyta, þannig að þetta hætti að eiga stað. En vandamálið er að það er enn þá verið að beita ofbeldi og það er það sem þarf að breyta, ekki bara að það sé ekki hægt að segja frá. Sumir átta sig líka bara ekki endilega á því hvað er ofbeldi. MeToo umræðan er mikilvæg á Íslandi. Sérstaklega eftir að konur í ólíkum stéttum fóru að segja frá því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir,“ segir Eva. „Það var svo mikil samstaða og ég held að það sem hafi kannski helst setið eftir var fjöldi kvennanna sem kom fram. Í krafti fjöldans varð þetta risastórt og fólk fór að átta sig á því hvað þetta er mikið og alls staðar. En það er ekki nóg að bara segja frá þessu, nú þarf að vinna úr því. Þetta er ekkert búið. Það þarf að halda áfram.“ Baráttan heldur áfram „Núna á þriðjudag, fimmtudag og föstudag verðum við með fræðslukvöld í Hinu húsinu, þar sem við fáum fólk úr ólíkum hópum samfélagsins til að koma og tala um sína reynslu,“ segir Eva. „Við ætlum að spjalla um hvað við getum gert til að bæta stöðuna, laga vandamál og vera til staðar. Við förum líka reglulega í heimsóknir í félagsmiðstöðvar, skóla og fyrirtæki til að fræða og við erum alltaf til staðar, svo fólk getur alltaf leitað til okkar,“ segir Eva. „Við erum til dæmis í samvinnu við Iceland Airwaves núna til að hjálpa þeim að átta sig á hvað þau geta gert til að sporna gegn kynferðisofbeldi. Þannig að við höldum bara áfram baráttunni. Við gerum það sem þarf til að vinna að markmiðinu okkar, að útrýma kynferðisofbeldi.“Gangan hefur farið fram árlega síðan árið 2011.Þorri Líndal GuðnasonNota tísku til að minna á málstaðinn „Á göngunni í ár verðum við með nýjan varning; nýja boli, peysu, taupoka og perluarmbönd,“ segir Eva. „Hugmyndin á bak við þennan varning er að nýta flíkur til að gera málstaðinn sýnilegan allan ársins hring og minna á hann hversdagslega, ekki bara í kringum gönguna. Við höldum verðinu á honum í lágmarki og allur ágóði af sölunni fer í að halda gönguna árið eftir og halda starfinu okkar áfram. Ég hvet alla til að koma á gönguna á laugardaginn til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og krefjast breytinga,“ segir Eva.„Þetta er mikilvæg barátta sem þarf að halda áfram, því það er enn þá mikið eftir.“ Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan MeToo Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Druslugangan fer fram í sjöunda sinn næsta laugardag, 28. júlí, klukkan 14. Eins og venjulega verður gengið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll, en þar verða ræður og tónlistaratriði. Gangan er liður í baráttu gegn kynferðisofbeldi á Íslandi og hefur bæði vakið athygli og skilað árangri, ekki síst þegar kemur að því að breyta orðræðu um kynferðisglæpi hér á landi. „Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðisofbeldis. Þetta er öruggur staður þar sem fólk getur komið saman, hvort sem þau eru þolendur, aðstandendur eða einhver sem er á móti ofbeldi, til þess að krefjast breytinga í samfélaginu og réttarkerfinu,“ segir Eva Sigurðardóttir, einn af skipuleggjendum Druslugöngunnar. „Í ár höfum við lagt áherslu á að reyna að gera gönguna aðgengilega fyrir alla og ná til ýmissa hópa sem hafa ekki endilega tekið þátt áður. Við höfum til að mynda unnið verkefni sem eru ætluð til að ná betur til fatlaðra, fólks af erlendum uppruna og annarra hópa sem við höfum ekki náð mikið til síðustu ár. Við viljum endilega fá sem flesta til að vera með og vera meðvitaðir og verkefnið er ekki fyrir okkur, eða okkar hugarfóstur, heldur er gangan allra.“Kerfið þarf að vera þolendavænna „Druslugangan hefur alveg klárlega breytt einhverju. Sérstaklega þegar kemur að orðræðu og viðhorfum í samfélaginu. Maður hefur tekið eftir því að fólk er opnara og tilbúnara til að segja frá,“ segir Eva. „Það sem vantar kannski enn þá eru breytingar innan kerfisins, bæði hjá lögreglu og dómstólum. Það þarf að bæta verkferlana sem lögreglan vinnur eftir og það þarf að gera breytingar á dómum sem kynferðisafbrotamenn fá.“„Þetta er rosalega gerendavænt kerfi. Gerandinn fær alltaf að njóta vafans.“ „Umræðan innan kerfisins þarf að vera þolendavænni, það þarf að vera tekið mark á þolendum og þeir þurfa að finna fyrir meira öryggi,“ segir Eva. „Það má alltaf gera betur og eins og við sáum í MeToo umræðunni þá er þetta enn þá rótgróið í menningunni. Þess vegna höldum við áfram með gönguna, það er enn þörf fyrir hana.“Druslugangan hefur haft áhrif á orðræðuna um kynferðisafbrot á Íslandi.ÞORRI LÍNDAL GUÐNASONMeToo umræðan mikilvæg „MeToo og Druslugangan tengjast, því markmiðin eru þau sömu, að opna umræðuna og útrýma kynferðisofbeldi,“ segir Eva. „Það þarf að gera það mögulegt að segja frá og breyta, þannig að þetta hætti að eiga stað. En vandamálið er að það er enn þá verið að beita ofbeldi og það er það sem þarf að breyta, ekki bara að það sé ekki hægt að segja frá. Sumir átta sig líka bara ekki endilega á því hvað er ofbeldi. MeToo umræðan er mikilvæg á Íslandi. Sérstaklega eftir að konur í ólíkum stéttum fóru að segja frá því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir,“ segir Eva. „Það var svo mikil samstaða og ég held að það sem hafi kannski helst setið eftir var fjöldi kvennanna sem kom fram. Í krafti fjöldans varð þetta risastórt og fólk fór að átta sig á því hvað þetta er mikið og alls staðar. En það er ekki nóg að bara segja frá þessu, nú þarf að vinna úr því. Þetta er ekkert búið. Það þarf að halda áfram.“ Baráttan heldur áfram „Núna á þriðjudag, fimmtudag og föstudag verðum við með fræðslukvöld í Hinu húsinu, þar sem við fáum fólk úr ólíkum hópum samfélagsins til að koma og tala um sína reynslu,“ segir Eva. „Við ætlum að spjalla um hvað við getum gert til að bæta stöðuna, laga vandamál og vera til staðar. Við förum líka reglulega í heimsóknir í félagsmiðstöðvar, skóla og fyrirtæki til að fræða og við erum alltaf til staðar, svo fólk getur alltaf leitað til okkar,“ segir Eva. „Við erum til dæmis í samvinnu við Iceland Airwaves núna til að hjálpa þeim að átta sig á hvað þau geta gert til að sporna gegn kynferðisofbeldi. Þannig að við höldum bara áfram baráttunni. Við gerum það sem þarf til að vinna að markmiðinu okkar, að útrýma kynferðisofbeldi.“Gangan hefur farið fram árlega síðan árið 2011.Þorri Líndal GuðnasonNota tísku til að minna á málstaðinn „Á göngunni í ár verðum við með nýjan varning; nýja boli, peysu, taupoka og perluarmbönd,“ segir Eva. „Hugmyndin á bak við þennan varning er að nýta flíkur til að gera málstaðinn sýnilegan allan ársins hring og minna á hann hversdagslega, ekki bara í kringum gönguna. Við höldum verðinu á honum í lágmarki og allur ágóði af sölunni fer í að halda gönguna árið eftir og halda starfinu okkar áfram. Ég hvet alla til að koma á gönguna á laugardaginn til að sýna samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis og krefjast breytinga,“ segir Eva.„Þetta er mikilvæg barátta sem þarf að halda áfram, því það er enn þá mikið eftir.“
Birtist í Fréttablaðinu Druslugangan MeToo Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira