Öldungur fær arftaka eftir 110 ára þjónustu Kristján Már Unnarsson skrifar 21. júlí 2018 07:15 Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, við gömlu brúna yfir Jöklu. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Mesti öldungur vegakerfisins stendur á tímamótum. Eftir hundrað og tíu ára þjónustu við landsmenn er komið að því að brúin hjá Klausturseli á Jökuldal verði leyst af hólmi, en hún er talin sú elsta á landinu sem enn er í notkun fyrir bílaumferð. Myndir af brúnni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Brúin er á Efri-Jökuldal á Austurlandi um sjötíu kílómetra frá Egilsstöðum og telst einhver sú merkasta á landinu. Aðalsteinn Jónsson, fyrrverandi bóndi á Klausturseli, kveðst ekki vita um neina eldri brú á vegakerfinu sem enn er í notkun. „Ég trúi því að hún eigi met sem samgöngutæki. Það eru eldri brýr á landinu sem eru fullkomlega í lagi en þjóna kannski ekki samskonar umferð og þessi,” segir Aðalsteinn.Brúin minnir á gamla ameríska járnbrautarbrú enda smíðuð í New York.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Hún minnir óneitanlega á gamla ameríska járnbrautarbrú enda af sama stofni. Hún var smíðuð í New York árið 1906 og kom til landsins með skipi til Vopnafjarðar. Veturinn 1908 var hún flutt þaðan á hestasleðum og reist sama ár yfir Jökulsá á Dal hjá Klausturseli. Árið 1944 var hún hækkuð upp og nýir stöplar settir undir hana eftir að flóð í ánni hafði næstum tekið hana. Árið 1974 var hún styrkt með nýju brúargólfi og svo var hundrað ára afmæli fagnað með viðhöfn fyrir tíu árum. „Ég fagnaði því ekkert sérstaklega. Ég fagnaði því að brúin skyldi ná þessum aldri en sem bóndi og notandi brúarinnar var það ekkert sérstakt gleðiefni fyrir mig að þurfa að búa við hana áfram.”Á bakkanum fjær má enn sjá gamla hlaðna steinstöpulinn sem brúin hvíldi á áður en hún var hækkuð upp árið 1944.Stöð 2/Arnar Halldórsson.En nú er komið að þáttaskilum, hér er verið að mæla fyrir nýrri brú sem reisa þarf til að Landsnet geti tvöfaldað háspennulínu milli Kröflu og Fljótsdalsstöðvar. Gamla brúin ber ekki þann tækjabúnað sem þarf vegna línulagningarinnar. „Það er hugmyndin að brúin risi í haust.”Starfsmenn verkfræðistofunnar Mannvits á Austurlandi mæla fyrir nýju brúnni, sem reisa á skammt ofan þeirrar gömlu.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Aðalsteinn vill samt halda þeirri gömlu. „Þetta eru fornminjar sem ber að vernda og þetta eigum við að varðveita í þeirri mynd sem er í dag og búið að vera í þessi 110 ár.” Hún verði minnisvarði um framsýni; að árið 1906 skyldi vera hannað brúarmannvirki sem ennþá sé fært mörgum nútímaökutækjum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Samgöngur Tengdar fréttir Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Ferðamenn sagðir ólmir í að skoða hið magnaða Stuðlagil Ferðamenn hafa uppgötvað stórfenglega náttúrusmíð á Austurlandi í gljúfri Jökulsár á Dal eftir að áin var stífluð við Kárahnjúka. 14. júlí 2018 22:00