Nauðsynlegt að fylgja þvingunum gegn Norður-Kóreu eftir Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 17:58 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Vísir/AP Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim. Norður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að fylgja viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum eftir gagnvart Norður-Kóreu. Það sé eina leiðin til að ríkið losi sig við kjarnorkuvopn sín. Þá sagði Pompeo að ekki kæmi til greina að létta á þvingunum gagnvart einræðisríkinu án þess að forsvarsmenn þess tækju afgerandi skref í átt að afvopnun. Þetta sagði Pompeo á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag og tók hann fram að ráðið væri sameinað í afstöðu sinni gagnvart Norður-Kóreu. Markmiðið væri að fá ríkisstjórn Kim Jong Un til að láta kjarnorkuvopn sín af hendi, eins og Kim hefði samþykkt, og veita sérfræðingum aðgang að ríkinu svo afvopnun geti verið staðfest.Pompeo says it is "critical" to implement a "strict enforcement of sanctions" to achieve the denuclearization of North Korea pic.twitter.com/6xiQbrzaaX — AFP news agency (@AFP) July 20, 2018 Ríkisstjórn Kim er þó ekki á þeim nótum að einræðisherrann hafi samþykkt að losa sig við kjarnorkuvopn sín, þegar hann hitti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í Singapúr í síðasta mánuði. Fyrr í þessum mánuði sakaði Norður-Kórea Bandaríkin um ribbaldaskap í kröfum sínum. Það gerðu þeir eftir að Pompeo yfirgaf Norður-Kóreu og sögðu forsvarsmenn einræðisríkisins að kröfur Pompeo hefðu ekki verið í anda fundarins í Singapúr. Ríkismiðill Norður-Kóreu gagnrýnd Pompeo harðlega fyrir að krefjast þess að ríkið losaði sig alfarið við kjarnorkuvopn.Refsiaðgerðir ríkisstjórnar Donald Trump virðast hafa verið að bera árangur og áætlar Seðlabanki Suður-Kóreu að efnahagur Norður-Kóreu hafi dregist saman um 3,5 prósent í fyrra. Reiknað er með að þetta ár verði verra.Útflutningur ríkisins dróst saman um nærri því 40 prósent og segir seðlabankinn að meðalárstekjur íbúa Norður-Kóreu séu einungis fimm prósent af meðalárstekjum í Suður-Kóreu. Pompeo vill ekki að slakað verði á áðurnefndum refsiaðgerðum og þrýstingi á ríkisstjórn Kim.
Norður-Kórea Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira