Vegagerðin mun á morgun, laugardag, loka Breiðholtsbraut milli Seljahverfis og Fellahverfis vegna framkvæmda. Lokað verður fyrir akstur klukkan 7:30 og gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki kl. 14:30 sama dag.
Á meðan framkvæmdir standa yfir verður Breiðholtsbraut lokuð milli gatnamóta Seljaskóga og Jaðarsels ásamt því að aðgangur frá Norðurfelli verður lokaður.
Vegfarendum er bent á hjáleið um Seljabraut og að fylgjast með vegmerkingum. Kort af framkvæmdasvæðinu má sjá með því að smella hér.
