Leiðsögumaður býður sig fram til formanns Neytendasamtakanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 30. júlí 2018 05:45 Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, vill verða næsti formaður Neytendasamtakanna. „Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira
„Neytendasamtökin þurfa að vera afl í samfélaginu sem tekið er eftir og hlustað er á þannig að farið sé eftir hugmyndum þeirra,“ segir Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri, en hann hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í samtökunum. Þing samtakanna verður haldið í lok október næstkomandi en þar á að kjósa bæði formann og í stjórn. Enginn formaður hefur verið starfandi frá því að Ólafur Arnarson sagði af sér embætti í júlí á síðasta ári eftir miklar deilur við stjórnina. Honum hafði áður verið sagt upp sem framkvæmdastjóra samtakanna eftir að stjórnin lýsti yfir vantrausti á hann. Stefán Hrafn Jónsson, varaformaður Neytendasamtakanna, hefur því í raun verið starfandi formaður síðastliðið ár. Hann segist ekki munu bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarstarfa. Jakob segist hafa hugsað málið í allnokkurn tíma og ákveðið að taka áskorun um að bjóða sig fram. „Það er hægt að gera ákaflega margt til að efla samtökin og mér finnst það spennandi viðfangsefni. Ég er að bjóða mig fram sem talsmann ákveðinna hugmynda og til eflingar stöðu neytenda alls staðar í íslensku þjóðlífi.“ Að sögn Jakobs er nauðsynlegt að efna til samvinnu við alla mögulega aðila sem koma að neytendamálum. Í því sambandi nefnir hann þing, sveitarfélög, samtök launþega og samtök atvinnurekenda. Ólafur Arnarson segir nauðsynlegt að samtökin fái öflugan formann. Hann segist ekki ætla að bjóða sig fram til formennsku sjálfur en útilokar ekki framboð til stjórnar. „Ég átta mig ekki alveg á því hvert markmiðið var með þessu upphlaupi og aðför gegn mér. Það var allavega ekki gert til að efla samtökin, því ég hef ekkert heyrt eða séð frá þeim á þessu ári sem er liðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent „Ég er mannleg“ Innlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Fleiri fréttir Eldur Smári segir að sér sé haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Sjá meira