Hveragerði þurfi mögulega að fjárfesta í eða hafa aðgang að varaafli Gissur Sigurðsson skrifar 8. ágúst 2018 14:15 Starfsmenn Rarik að störfum í gærkvöldi. VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR HREIÐARSSON Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart. Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Atvinnu- og mannlíf í Hveragerði hófst með eðlilegum hætti í morgun eftir að bærinn lamaðist klukkan þrjú í gær þegar hann varð skyndilega rafmagnslaus. Halldór Guðmundur Halldórsson á bilunarvaktinni hjá RARIK segir að rafmagni hafi aftur verið komið á um miðnætti.En hvernig bjargið þið þessu með varavélum?„Við keyrum þetta með tveimur línum, annarri frá Þorlákshöfn og hin frá Selfossi. Svo erum við með þrjár dísilrafstöðvar sem við ætlum að keyra inn á líka eftir því sem álagið eykst.“ Hann segir að þær hafi verið sóttar á Vík annars vegar og Sauðárkrók hins vegar.En hvað með sjálfan spenninn sem brann þarna yfir?„Þeir skipta um hann í dag. Það verður farið með hann í burtu og svo kemur annar spennir sem við ætlum að tengja í dag og í kvöld.“Vitið þið hvað olli þessu höggi sem kom á kerfið?„Það var grafið í streng í Hveragerði og við það kom högg á kerfið og líklega var það þannig að spennirirnn hafi ekki þolað þetta högg eða einhver veikleiki verið í honum,“ segir Halldór Guðmundur.Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðis.Fréttablaðið/PjeturEn ætli að eitthvert beint tjón hafi orðið af þessu fyrir utan viðskiptalegt tjón?Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri í Hveragerði, segist ekki vita til þess að svo sé. „Nei, við höfum ekki haft fregnir af því að það hafi orðið skemmdir eða tjón af völdum þessa rafmagnsleysis, en auðvitað getur það hafa orðið án þess að við höfum heyrt af því.“Öll þjónusta lagðist þarna af. Var bæjarlífið nánast lamað þarna?„Já, það má eiginlega segja það. Það lokuðu auðvitað vel flestir viðskiptaaðilar – verslanir og veitingastaðir. Þeir sem voru komnir með gesti lentu auðvitað í miklum vandræðum, eins og til dæmis Hótel Örk. Maður uppgötvar það aldrei betur en þegar svona skeður, hvað við erum háð rafmagni.“Nú er rafmagnsleysi mjög fátíð á Suðvesturhorninu. Eru þið ekki nógu vel undirbúin, eins og með varaaflstöðvar?„Það eru kannski flestir hættir að búa sig undir langvarandi rafmagnsleysi. Það gerist svo sjaldan. En auðvitað setur þetta ákveðnar spurningar í kollinn á manni hvort að við sem bæjarfélag þurfum ekki að búa okkur aðeins betur undir og fjárfesta eða hafa aðgang að varaafli eins og fyrir vatnsveituna og grunnskólann sem er fjöldahjálparstöð ef þetta hefði orðið í almannavarnaástandi. Maður þarf að hugsa fyrir því líka,“ segir Aldís. Bæði elliheimilið Ás og Heilsustofnun Náttúrullækningafélagsins hafa varaaflstöðvar þannig að þar varð rafmagnsleyssins ekkert vart.
Hveragerði Orkumál Skagafjörður Tengdar fréttir Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30 Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Sjá meira
Íbúar Hveragerðis hvattir til að spara rafmagn Rafmagnslaust varð í Hveragerði klukkan þrjú í dag vegna alvarlegrar bilunar. 7. ágúst 2018 22:30
Þrjár díselrafstöðvar tryggja rafmagn í Hveragerði Talið er líklegt að skurðgrafa hafi rofið raflínu í jörðu í Hveragerði um klukkan þrjú í gærdag. 8. ágúst 2018 06:39