Loka landamærunum við Venesúela Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. ágúst 2018 06:35 Flestir Venesúelabúar sem flýja heimalandið eiga í erfiðleikum með að finna húsaskjól í Brasilíu. Vísir/epa Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar. Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Búið er að loka landamærum Brasilíu við Venesúela. Lokuninni er ætlað að stöðva straum flóttafólks frá nágrannaríkinu en þúsundur Venesúelabúa hafa leitað tækifæra og öryggis í Brasilíu. Héraðsstjórnin í Roriama, í norðanverðum Amasón-regnskógunum, segja að um 800 flóttamenn leiti yfir landamærin á hverjum degi. Héraðið ráði ekki við þann fjölda og því hafi verið ákveðið að loka landamærunum, rétt á meðan verið er að „innleiða réttu skilyrðin“ fyrir móttöku þeirra - eins og það er orðað á vef breska ríkisútvarpsins. Landamærin verði þó áfram opin Brasilíumönnum sem og þeim Venesúelabúum sem halda aftur til síns heima. Lokunin hefur að sama skapi ekki áhrif á ríkisborgara annarra landa. Þúsundir Venesúelabúa hafa flúið heimaland sitt á síðustu árum sökum bágs efnahagsástands og eldfimra stjórnmálaátaka. Flestir hafa leitað til nágrannaríkjanna Kolumbíu og Brasilíu. Ætla má að ástandið komi til með að versna eftir misheppnað banatilræði um helgina, þegar reynt var að sprengja forsetann Nicolas Maduro í loft upp. Fyrrnefnt Roriama-hérað er eitt það fátækasta í Brasilíu. Venesúelabúarnir sem þangað flýja hírast flestir í fátækrahverfum og eiga vart til hnífs og skeiðar. Héraðstjórnin hefur lengi kallað eftir því að landamærunum verði lokað, en þau segja flóttamannastrauminn hafa sligað innviði héraðsins og hækkað glæpatíðnina. Brasilísk stjórnvöld hafa mótmælt lokun landamæranna og segjast áfram ætla að koma nágrönnum sínum til aðstoðar.
Brasilía Suður-Ameríka Venesúela Tengdar fréttir Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05
Öryggissveitir Venesúela hafi myrt hundruð á síðustu árum Öryggissveitir Venesúela hafa myrt hátt í fimm hundruð manns í lögregluaðgerðum þar sem fórnarlömb voru valin af handahófi undir yfirskyni baráttunnar gegn glæpum. 22. júní 2018 18:02
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15