Beittu mótmælendur táragasi og slökktu á internetinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. ágúst 2018 21:00 Nokkrir mótmælendur særðust í aðgerðum lögreglu í Dhaka, höfuðborg Bangladess, í dag. Vísir/Getty Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni. Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Þúsundir ungmenna héldu í dag út á götur Dhaka, höfuðborg Bangladess, og hófu að trufla og stöðva umferð í mótmælaskyni, áttunda daginn í röð. Ástæða mótmælanna eru dauðsföll tveggja táninga, drengs og stúlku sem létust þegar rúta ók á þau á ógnarhraða. Mótmælendur hafa undanfarna daga krafist aukins öryggis í umferðinni og mótmæla meintu skeytingar- og aðgerðarleysi stjórnvalda. Mótmælin hafa meðal annars falist í því að krefja ökumenn í Dhaka um skráningar- og ökuskírteini, en þetta hefur valdið töluverðum töfum á umferð í borginni.Beittu táragasi og lokuðu fyrir internetiðLögreglan á svæðinu beitti táragasi á hóp sem hélt til á gatnamótum í miðborg Dhaka. „Þetta voru friðsamleg mótmæli en allt í einu skaut lögreglan dósum fullum af táragasi í átt að okkur, og særði þónokkra,“ hefur Al Jazeera eftir einum mótmælanda, Mohammad Atikur Rahman. Nokkrir fréttamenn sem reyndu að ná myndefni af vettvangi voru barðir og búnaður þeirra eyðilagður, en talið er að þar hafi verið á ferðinni meðlimir stjórnarflokksins í Bangladess, Awami League. Auk þess að nota táragas, brugðu yfirvöld á það ráð að skipa fjarskiptafyrirtækjum landsins að slökkva í sólarhring á 3G og 4G internetþjónustu sinni. Talið er að þetta hafi verið tilraun stjórnvalda til að hægja á upplýsingaflæði milli mótmælenda og koma í veg fyrir að fréttir af mótaðgerðum lögreglu breiddust út.Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi til þess að halda mótmælendum í skefjum.Vísir/GettyBiðlaði til mótmælendaSheikh Hasina, forsætisráðherra Bangladess, biðlaði í dag til mótmælenda um að snúa til síns heima eftir að lögreglan hafði beitt táragasi á stóran hóp mótmælenda. „Ég bið alla foreldra og forráðamenn um að halda börnunum sínum heima. Þau hafa gert nóg. Lögreglulið okkar hefur nú hafið aðgerðir ná stjórn á götum úti.“ Yfirlýsing forsætisráðherrans kemur degi eftir að lögregla neitaði ásökunum um að hafa beitt táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur annarsstaðar í borginni fyrr í vikunni.
Bangladess Tengdar fréttir Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Ráðist á unga mótmælendur í Bangladess 25 ungmenni eru slösuð eftir óeirðir í Bangladess vegna mótmæla í höfuðborginni Dhaka. 4. ágúst 2018 21:30