Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Atli Ísleifsson skrifar 4. ágúst 2018 22:22 Heiða Björg Hilmarsdóttir er formaður velferðarráðs og varaformaður Samfylkingarinnar. fréttablaðið/Ernir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar, vísar ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR til föðurhúsanna í einu og öllu. Minnihlutaflokkarnir og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýstu í sameiginlegri yfirlýsingu yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ Heiðu Bjargar á húsnæðismálum vegna orða sem hún lét falla í Vikulokunum á Rás 1. Í þættinum sagði Heiða Björg að þúsund íbúðir væru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Þetta er rangt,“ sagði í yfirlýsingunni minnihlutans og formanns VR. Heiða Björg svaraði svo fyrir sig á Facebook-síðu sinni í kvöld. „1. Reykjavíkurborg hefur úthlutað lóðum og greitt stofnframlög með yfir 1000 íbúðum óhagðaradrifinna húsnæðisfélaga. Meðal annars til Bjargs, byggingarfélags launafólks. Að halda öðru fram stangast á við staðreyndir eins og sjá má í meðfylgjandi umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og á meðfylgjandi mynd. 2. Það er beinlínis rangt að byggingarréttargjald standi í vegi fyrir byggingu félagslegs húsnæðis eins og fram kemur einnig í meðfylgjandi umsögn frjármálastjóra Reykjavíkur. Staðreyndin er sú að ekkert sveitarfélag í landinu stendur eins myndarlega að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og húsnæðis í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og husnæðisfelög sem ekki eru rekin i hagnðarskyni, og Reykjavík gerir. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu kæmu að þessu málum með jafn öflugum hætti og Reykjavík væri hér enginn húsnæðisvandi. Ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er því vísað til föðurhúsanna í einu og öllu,“ segir í færslunni. Að neðan má sjá færslu Heiðu Bjargar og myndina sem hún vísar í í textanum. Húsnæðismál Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar, vísar ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur og formanns VR til föðurhúsanna í einu og öllu. Minnihlutaflokkarnir og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, lýstu í sameiginlegri yfirlýsingu yfir áhyggjum af „þekkingarleysi“ Heiðu Bjargar á húsnæðismálum vegna orða sem hún lét falla í Vikulokunum á Rás 1. Í þættinum sagði Heiða Björg að þúsund íbúðir væru í byggingu á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. „Þetta er rangt,“ sagði í yfirlýsingunni minnihlutans og formanns VR. Heiða Björg svaraði svo fyrir sig á Facebook-síðu sinni í kvöld. „1. Reykjavíkurborg hefur úthlutað lóðum og greitt stofnframlög með yfir 1000 íbúðum óhagðaradrifinna húsnæðisfélaga. Meðal annars til Bjargs, byggingarfélags launafólks. Að halda öðru fram stangast á við staðreyndir eins og sjá má í meðfylgjandi umsögn fjármálastjóra Reykjavíkurborgar og á meðfylgjandi mynd. 2. Það er beinlínis rangt að byggingarréttargjald standi í vegi fyrir byggingu félagslegs húsnæðis eins og fram kemur einnig í meðfylgjandi umsögn frjármálastjóra Reykjavíkur. Staðreyndin er sú að ekkert sveitarfélag í landinu stendur eins myndarlega að uppbyggingu félagslegs húsnæðis og húsnæðis í samvinnu við verkalýðshreyfinguna og husnæðisfelög sem ekki eru rekin i hagnðarskyni, og Reykjavík gerir. Ef önnur sveitarfélög á höfuðborgasvæðinu kæmu að þessu málum með jafn öflugum hætti og Reykjavík væri hér enginn húsnæðisvandi. Ávirðingum minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur er því vísað til föðurhúsanna í einu og öllu,“ segir í færslunni. Að neðan má sjá færslu Heiðu Bjargar og myndina sem hún vísar í í textanum.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Sjá meira
Lýsa yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Flokkar í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og formaður VR hafa lýst yfir áhyggjum af "þekkingarleysi“ formanns velferðarráðs Reykjavíkur á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík. 4. ágúst 2018 17:05