Í trássi við ályktanir en ósáttir við aðgerðir Bandaríkjanna Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2018 10:38 Mike Pompeo og Ri Yong-Ho í Singapúr. Vísir/AP Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Hins vegar ætli þau sér að standa við samkomulagið sem Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóru, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifuðu undir í Singapúr í júní. Bandaríkjamönnum og Kóreumönnum fer þó ekki saman um hvað var samþykkt. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sakað Norður-Kóreu um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.Utanríkisráðherra landsins lýsti þessu yfir á ráðstefnu utanríkisráðherra í Asíu, sem einnig er haldin í Singapúr. Ri Yong-Ho sagði Norður-Kóreu hafa sýnt góðan vilja með því að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar og með því að loka kjarnorkuvopnatilraunasvæði sínu.„Hins vegar hafa Bandaríkin, í stað þess að bregðast við þessum aðgerðum, kallað eftir því að refsiaðgerðum og þvingunum gagnvart Norður-Kóreu verði haldið streitulaust áfram.“ sagði Ri. hann sagði einnig að Bandaríkin hefðu ekki viljað lýsa yfir friði á Kóreuskaganum. Tæknilega séð ríkir enn stríð þar Mike Pompeo var einnig staddur í Singapúr þar sem hann notaði tækifærið í morgun til þess að vara Rússland, Kína og önnur ríki við því að fara fram hjá þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar gáfu í nótt út skýrslu þar sem því er haldið fram að Norður-Kórea hafi ekki látið af kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunum sínum. Þar að auki sé ríkið að brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með því að kaupa og dæla olíu á milli skipa á hafi úti.„Ef þessar fregnir eru réttar, og við höfum ástæðu til að trúa að svo sé, þá er það brot gegn ályktunum,“ sagði Pompeo. „Við búumst við því að Rússar og öll ríki fylgi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og viðhaldi aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Öll brot sem koma niður á þeirri viðleitni að loksins losa Norður-Kóreu við kjarnorkuvopn er eitthvað sem Bandaríkin munu taka mjög alvarlega.“Sjá einnig: Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum bankaNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi Rússum tóninn í gærkvöldi og gagnrýndi þá fyrir að styðja ályktanirnar í orðum en ekki gjörðum. Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Yfirvöld Norður-Kóreu segjast hafa áhyggjur af aðgerðum Bandaríkjanna gagnvart einræðisríkinu. Hins vegar ætli þau sér að standa við samkomulagið sem Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóru, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skrifuðu undir í Singapúr í júní. Bandaríkjamönnum og Kóreumönnum fer þó ekki saman um hvað var samþykkt. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar sakað Norður-Kóreu um að halda áfram þróun kjarnorkuvopna og eldflauga.Utanríkisráðherra landsins lýsti þessu yfir á ráðstefnu utanríkisráðherra í Asíu, sem einnig er haldin í Singapúr. Ri Yong-Ho sagði Norður-Kóreu hafa sýnt góðan vilja með því að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn og eldflaugar og með því að loka kjarnorkuvopnatilraunasvæði sínu.„Hins vegar hafa Bandaríkin, í stað þess að bregðast við þessum aðgerðum, kallað eftir því að refsiaðgerðum og þvingunum gagnvart Norður-Kóreu verði haldið streitulaust áfram.“ sagði Ri. hann sagði einnig að Bandaríkin hefðu ekki viljað lýsa yfir friði á Kóreuskaganum. Tæknilega séð ríkir enn stríð þar Mike Pompeo var einnig staddur í Singapúr þar sem hann notaði tækifærið í morgun til þess að vara Rússland, Kína og önnur ríki við því að fara fram hjá þeim aðgerðum sem beitt hefur verið gegn Norður-Kóreu. Sameinuðu þjóðirnar gáfu í nótt út skýrslu þar sem því er haldið fram að Norður-Kórea hafi ekki látið af kjarnorkuvopna- og eldflaugaáætlunum sínum. Þar að auki sé ríkið að brjóta gegn ályktunum Sameinuðu þjóðanna, til dæmis með því að kaupa og dæla olíu á milli skipa á hafi úti.„Ef þessar fregnir eru réttar, og við höfum ástæðu til að trúa að svo sé, þá er það brot gegn ályktunum,“ sagði Pompeo. „Við búumst við því að Rússar og öll ríki fylgi ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og viðhaldi aðgerðum gegn Norður-Kóreu. Öll brot sem koma niður á þeirri viðleitni að loksins losa Norður-Kóreu við kjarnorkuvopn er eitthvað sem Bandaríkin munu taka mjög alvarlega.“Sjá einnig: Bandaríkin beita refsiaðgerðum gegn rússneskum bankaNikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, sendi Rússum tóninn í gærkvöldi og gagnrýndi þá fyrir að styðja ályktanirnar í orðum en ekki gjörðum.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06 Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15 Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34 Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50 Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55 Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07 Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Mikilvæg mannvirki rifin í Norður-Kóreu Gervihnattarmyndir sýna að yfirvöld Norður-Kóreu séu byrjuð að rífa hluta herstöðvar þar sem eldflaugum hefur verið skotið á loft og þær þróaðar. 24. júlí 2018 11:06
Segir Norður-Kóreu eiga langt í land Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Norður-Kórea sé ekki að standa við fyrirheit sín varðandi afvopnun og að einræðisríkið sé enn í trássi við ýmsar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 3. ágúst 2018 10:15
Norður-Kóreumenn kalla viðræður við Bandaríkin „hörmulegar“ Bakslag er komið í viðræður Bandaríkjanna og Norður-Kóreu um afkjarnavopnun. 7. júlí 2018 13:34
Telja Norður-Kóreu vinna að smíði nýrra eldflauga Framleiðslan fer fram á sama tíma og viðræður standa yfir á milli stjórnvalda í Pjongjang og Washington um afvopnun. 30. júlí 2018 23:50
Trump fékk nýtt bréf frá vini sínum í Norður-Kóreu Hvíta húsið hefur opinberað að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, barst nýtt bréf frá Kim Jong-Un, einræðisherra Norður-Kóreu. 2. ágúst 2018 15:55
Bandaríski utanríkisráðherrann gerir lítið úr gífuryrðum Norður-Kóreumanna Viðræður um afkjarnavopnun Norður-Kóreu halda áfram þrátt fyrir ásakanir um glæponahegðun. 8. júlí 2018 09:07
Trump segist hafa afstýrt stríði á Kóreuskaganum Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að stríð myndi ríkja á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu ef sín hefði ekki notið við. 3. júlí 2018 11:53