Íslenska karlalandsliðið hrynur á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann. EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kemur mjög illa út úr breytingum á útreikningi á nýjum styrkleikalista FIFA. Íslenska landsliðið dettur niður um heil tíu sæti og er núna í 32. sæti listans. Ísland er reyndar í 32. til 34. sæti með Íran og Kosta Ríka. Íslenska landsliðið var í 22. sæti á síðasta lista sem var birtur rétt fyrir HM í Rússlandi í júní. Íslenska liðið hafði líka verið nokkrum sinnum inn á topp tuttugu á síðustu mánuðum þar á undan. FIFA breytti útreikningum sínum og seinkaði birtingu listans um eina viku. Samkvæmt gömlu útreikningunum hefði íslenska liðið aðeins dottið niður um tvö sæti á listanum.NEW #FIFARanking France move Croatia up to Russia biggest climbers More info https://t.co/HHIaQ9Rxrdpic.twitter.com/rU8HztDPKo — FIFA.com (@FIFAcom) August 16, 2018Evrópuþjóðir sem komust ekki á HM í Rússlandi í sumar en eru núna fyrir ofan Ísland á FIFA-listanum eru Holland (17. sæti), Wales (19. sæti), Ítalía (21. sæti), Austurríki (23. sæti) Slóvakía (26. sæti), Norður-Írland (27. sæti), Rúmenía (28. sæti) og Írland (29. sæti). Pólverjar falla líka niður um tíunda sæti eins og við Íslendingar en pólska landsliðið telst nú vera átjánda besta landslið heims. Heimsmeistarar Frakka hoppa upp um sex sæti og eru í efsta sæti listans. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2002 sem Frakkar eru efstir á FIFA-listanum. Belgar eru í 2. sæti og Brasilíumenn í því þriðja. Króatar eru komnir upp í fjórða sæti eftir góða frammistöðu sína á HM en þeir taka sextán sæta stökk á listanum.France have returned to the top of FIFA’s World Rankings for the first time since 2002. Germany have dropped 14 places to 15th -- their lowest position in over a decade pic.twitter.com/Z6vImOv4NK — ESPN FC (@ESPNFC) August 16, 2018Úrúgvæ fer upp um níu sæti í 5. sæti og enska landsliðið hoppar upp um sex sæti og er núna í 6. sæti listans. Þjóðverjar detta hinsvegar niður um heil fjórtán sæti og eru núna „bara“ með fimmtánda besta landslið heims. Argentínumenn detta niður um sex sæti og eru í 11. sætinu.Hér má sjá allan FIFA-listann.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Þjóðadeild UEFA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira