Tvennt sem gerðist aldrei hjá Zidane gerðist strax í fyrsta leik Lopetegui Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 15:00 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, gengur framhjá bikarnum í gær. Það hafði hann ekki þurft að gera áður sem leikmaður Real Madrid. Vísir/Getty Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid. Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Það er óhætt að segja að Julen Lopetegui hafi ekki byrjað vel sem þjálfari Real Madrid því liðið tapaði 4-2 á móti Atletico Madrid í Ofurbikar UEFA í gærkvöldi. Julen Lopetegui tók við liði Real Madrid af Zinedine Zidane sem vann níu titla með Real-liðinu á aðeins tveimur og hálfu tímabili. Tvennt sem kom aldrei fyrir undir stjórn Zidane gerðist í fyrsta keppnisleik liðsins undir stjórn Julen Lopetegui. Real Madrid tapaði þarna sínum fyrsta úrslitaleik í átján ár. Liðið spilaði átta úrslitaleiki undir stjórn Zinedine Zidane og vann þá alla þar af voru þrír úrslitaleikir í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid var einnig búið að vinna Ofurbikar Evrópu tvö undanfarin ár en í báðum tilfellum var Zinedine Zidane þjálfari liðsins. Zinedine Zidane's record in finals as Real Madrid manager: WWWWWWWW Julen Lopetegui's record in finals as Real Madrid manager: L Tough act to follow. pic.twitter.com/agZSauSv4y — Squawka Football (@Squawka) August 15, 2018 Það var ekki bara að Real Madrid tapaði þessum leik heldur hvernig liðið tapaði honum. Leikmönnum Atletico Madrid tókst nefnilega að skora fjórum sinnum hjá Real-liðinu í leiknum. Zinedine Zidane stjórnaði Real Madrid frá 4. janúar 2016 til 31. maí 2018 og Real-liðið fékk aldrei á sig fjögur mörk í þeim 149 leikjum sem liðið spilaði undir stjórn Frakkans.What never happened to Zidane's Real Madrid has happened to Lopetegui's Real Madrid in their first official game: to get four goals in a match. — MisterChip (English) (@MisterChiping) August 15, 20184 - Julen Lopetegui is the first Real Madrid manager to concede four or more goals in his first competitive game in charge since Michael Keeping against Celta Vigo in February 1948. Stunned. pic.twitter.com/OYoLspZgO5 — OptaJoe (@OptaJoe) August 15, 2018 Svo má ekki gleyma að Real Madrid var þarna að missa tökin á nágrönnum sínum í Atletico Madrid en Real Madrid hafði unnið alla úrslitaleiki liðanna undanfarin ár. Það er því ekkert skrýtið að spænska stórblaðið El Pais héldi því fram að Julen Lopetegui hafi ekki getað byrjað verr í sínum fyrsta opinbera keppnisleik sem þjálfari Real Madrid.
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira