Lokanir á umferðaræðum Suðurlands Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. ágúst 2018 15:30 Hjáleið um Þrengsli og Óseyrarbrú er merkt með rauðu á kortinu. Almennri umferð er beint um hjáleiðina næstu viku. Vísir/Hjalti Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg. Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Miklar vegalokanir standa nú yfir á Suðurlandi. Ölfusárbrú verður lokað frá klukkan 16 í dag og mun lokunin standa yfir í viku. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrarbrú. Þá er umferð til austurs um Suðurlandsveg einnig beint um hjáleið vegna malbikunarvinnu í dag.Mjög slæmt að þurfa að loka brúnni Eins og greint hefur verið frá þarf að steypa nýtt brúargólf á Ölfusárbrú en það tekur steypuna nokkra daga að harðna. Um sautján þúsund bílar aka á hverjum degi yfir brúna. Svanur Bjarnason er svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. „Það á að laga slitgólf brúarinnar, það eru komin mjög mikil hjólför í gólfið, og farið að nálgast járnin í brúnni. Það þarf að fræsa upp gólfið og steypa nýtt slitlag,“ segir Svanur. Hann segir mjög slæmt að þurfa að loka brúnni í svona langan tíma en ekkert annað sé í stöðunni. „Það er mjög slæmt og kemur ábyggilega illa við marga en það er algjörlega óhjákvæmilegt að gera þetta.“Um sautján þúsund bílum er ekið yfir brúna á hverjum degi.VÍSIR/ERNIRGangbrautin á Ölfusárbrú verður opin á meðan brúin verður lokuð, þ.e. til mánudagsins 20. ágústs næstkomandi, og þá verður hægt að hleypa lögreglu-, sjúkra- og björgunarsveitarbílum í forgangsakstri yfir brúna. Hjáleið fyrir almenna umferð verður m.a. um Þrengsli og Óseyrabrú á Eyrarbakkavegi og í uppsveitum Árnessýslu eru hjáleiðir um Biskupstungnabraut, Skálholtsveg, Bræðratunguveg og Skeiðaveg.Malbikun á Suðurlandsvegi til miðnættis Þá er vegkafli milli Hellisheiðarvirkjunar og Skíðaskála á Suðurlandsvegi lokað vegna malbikunarvinnu í dag. Umferð til austurs er á meðan beint um Þrengsli og Óseyrarbrú. Áætlað er að malbikað verði til miðnættis í nótt. Að auki hefur Þingvallavegur verið lokaður síðan í júlí milli þjónusumiðstöðvarinnar og að eystri gatnamótum við Vallaveg. Mun lokunin standa yfir fram í október og er umferð beint á hjáleið um Vallaveg.
Samgöngur Tengdar fréttir Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29 Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00 „Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Þingvallavegur lokaður fyrir allri umferð fram í október Þingvallavegur lokaður í tvo mánuði vegna framkvæmda. 30. júlí 2018 07:29
Lokun yfir Ölfusá flýtt Lokun Ölfusárbrúar í dag verður flýtt og verður henni nú lokað klukkan 16.00 í stað 20.00. 13. ágúst 2018 06:00
„Því meira sem okkur tekst að gera núna í sumar því styttri verður lokunin næsta sumar“ Veginum í gegnum Þingvelli lokað í tvo mánuði. Umferðinni beint um annan veg sem þolir langt um minni umferð. 31. júlí 2018 19:00