Stytta eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur, sem var stolið í Louisiana í Bandaríkjunum, er fundin. Styttan fannst stuttu eftir að yfirvöld í Louisiana greindu frá þjófnaðinum.
Styttan, sem er er verðmetin á 60.000 Bandaríkjadali (6,5 milljón krónur), fannst á á bílastæði skammt frá upprunalegri staðsetningu hennar í fínu ásigkomulagi.
Talið er að þjófurinn hafi skilið styttuna þarna eftir af ótta við að vera gómaður vegna fjölmiðlaathyglinnar sem þjófnaðurinn vakti.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Steinunn verður fyrir því að verki eftir hana er stolið, það hefur alls gerst fjórum sinnum víðs vegar um heiminn, meðal annars í enska bænum Hull og í Kaupmannahöfn.
Verkinu er ætlað að varpa ljósi á menningarlegan, pólitískan og félagslegan fjölbreytileika.
Hér má skoða frétt WBRZ um málið.
Stytta Steinunnar skilin eftir á bílastæði

Tengdar fréttir

Styttu Steinunnar stolið í fjórða sinn og rannsóknin teygir anga sína til Tom Hanks
Lögreglan í Louisiana í Bandaríkjunum leitar nú þjófa sem stálu 200 kílóa styttu eftir íslenska myndhöggvarann Steinunni Þórarinsdóttur. Þetta er í fjórða sinn sem verki eftir Steinunni er stolið en þau eru flest níðþung.