Laxárdalurinn búinn að vera góður í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 12. ágúst 2018 09:32 Það liggja vænir urriðar í Laxárdalnum Mynd: Bjarni Höskuldsson Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur verið að koma sterkur inn í sumar og það er mikið af stórum fiski á svæðinu. Veiðin hafði síðustu ár tekið smá dýfu og var veiðireglum þar breytt þar af leiðandi og eftir það er öllum fiski sleppt. Það hefur haft mjög góð áhrif á veiðina því nú veiðist bæði meira og urriðinn sem er að veiðast er mjög vænn. "Það hafa veiðst hátt í 700 urriðar hjá okkur í sumar sem er gott miðað við að svæðið hefur ekki verið nema ca 50% selt" sagði Bjarni Höskuldsson staðarhaldari við Rauðhóla við Laxá. "Það sem okkur og veiðimönnum finnst ánægjulegast er að sjá þetta magn af stórum urriða en ég reikna með að meira en helmingurinn af fiskinum sé yfir 60 sm og það eru nokkrir yfir 70 sm nú þegar komnir í bók" bætir Bjarni við. Þetta er eitt af þeim svæðum sem er mjög viðkvæmt og á tímabili var verið að hirða of mikin fisk úr því. Urriði getur orðið gamall og stór eftir því en það er alveg greinilegt að eftir að veitt og sleppt var tekið upp hefur verið meira eftir af fiski til hrygningar og það á til lengri tíma eftir að hafa góð áhrif á svæðið því það ber mun meira af fiski en er þar núna enda er fæðuframboð á þessu svæði sem og öðrum við ána einstaklega gott og urriðinn stækkar hratt. Ásókn erlendra veiðimanna er að aukast og þangað sækja veiðimenn sem eru að leita ap stórum fiski sem þeir vilja gjarnan veiða á nettar græjur. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála þar á næstu árum og ljóst miðað við stígandinn í veiðinni er að ásóknin í svæðið á eftir að aukast. Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði
Laxárdalurinn í Laxá í Þingeyjarsýslu hefur verið að koma sterkur inn í sumar og það er mikið af stórum fiski á svæðinu. Veiðin hafði síðustu ár tekið smá dýfu og var veiðireglum þar breytt þar af leiðandi og eftir það er öllum fiski sleppt. Það hefur haft mjög góð áhrif á veiðina því nú veiðist bæði meira og urriðinn sem er að veiðast er mjög vænn. "Það hafa veiðst hátt í 700 urriðar hjá okkur í sumar sem er gott miðað við að svæðið hefur ekki verið nema ca 50% selt" sagði Bjarni Höskuldsson staðarhaldari við Rauðhóla við Laxá. "Það sem okkur og veiðimönnum finnst ánægjulegast er að sjá þetta magn af stórum urriða en ég reikna með að meira en helmingurinn af fiskinum sé yfir 60 sm og það eru nokkrir yfir 70 sm nú þegar komnir í bók" bætir Bjarni við. Þetta er eitt af þeim svæðum sem er mjög viðkvæmt og á tímabili var verið að hirða of mikin fisk úr því. Urriði getur orðið gamall og stór eftir því en það er alveg greinilegt að eftir að veitt og sleppt var tekið upp hefur verið meira eftir af fiski til hrygningar og það á til lengri tíma eftir að hafa góð áhrif á svæðið því það ber mun meira af fiski en er þar núna enda er fæðuframboð á þessu svæði sem og öðrum við ána einstaklega gott og urriðinn stækkar hratt. Ásókn erlendra veiðimanna er að aukast og þangað sækja veiðimenn sem eru að leita ap stórum fiski sem þeir vilja gjarnan veiða á nettar græjur. Það verður gaman að fylgjast með framvindu mála þar á næstu árum og ljóst miðað við stígandinn í veiðinni er að ásóknin í svæðið á eftir að aukast.
Mest lesið Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði Stefnir í kuldalega veiðiopnun Veiði 44 laxar á land á fyrsta degi í Miðfjarðará Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl Veiði Caddisbræður kenna veiðimönnum á Laxárdalinn Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Heildarsamkomulag um lækkun veiðileyfa kemur ekki til greina Veiði Flott veiði í veiði í Langavatni í Reykjasveit Veiði