Telja sig hafa handtekið morðingja Nicky Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:52 Nicky Verstappen var myrtur árið 1998. HOLLENSKA LÖGREGLAN Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra. Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Hollenska lögreglan segist hafa handtekið Joe Brech, sem hún telur að hafi banað hinum 11 ára gamla Nicky Verstappen fyrir tuttugu árum. Hinn grunaði var handtekinn á Spáni en ekkert hafði spurst til hans mánuðum saman. Lögreglan komst á sporið eftir að hafa framkvæmt umfangsmestu lífsýnarannsókn í réttarsögu Hollands. Verstappen var í sumarbúðum þegar hann hvarf úr tjaldi sínu í ágúst árið 1998. Lík hans fannst degi síðar. Fyrrnefndur Bresch var búsettur í nágrenni sumarbúðanna þegar drengurinn var myrtur. Lífsýni sem fundust á líki Verstappen voru borin saman við fjölda lífsýna, þeirra á meðal voru erfðaefni sem tekin voru úr ættingjum hins grunaða og eru þau sögð hafa komið lögreglunni á sporið.Sjá einnig: Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Í yfirlýsingu sem lögreglan í Limburg sendi kom fram að Brech hafi verið handtekinn í gærkvöldi. Unnið sé nú að því að fá hann framseldan frá Spáni til Hollands.Myndum af Joe Brech var dreift í síðustu viku.Mynd/hollenska lögreglanVísir greindi frá leitinni að Bresch í liðinni viku. Hollenska lögreglan deildi myndum af manninum og segir breska ríkisútvarpið að ekki hafi liðið á löngu áður en ábendingum hafi tekið að rigna inn. Ein þeirra hafi svo staðfest grun lögreglunnar að um Bresch kunni að hafa verið að ræða. Ekki fylgir þó sögunni hvernig lögreglan komst á snoðir um staðsetningu mannsins. Sem fyrr segir hafði ekkert heyrst til hans síðan í febrúar síðastliðnum og var lengi talið að hann væri niðurkominn í Frakklandi. Morðið á Verstappen vakti mikinn óhug í Hollandi á sínum tíma. Vísbendingar voru af afar skornum skammti, utan erfðaefnis ókunnugs karlmanns sem fannst á fötum drengsins. Í kjölfarið hrinti lögregla af stað umfangsmestu DNA-rannsókn í sögu Hollands þar sem tekin voru sýni úr fjórtán þúsund karlmönnum. Brech var ekki einn þeirra.
Holland Tengdar fréttir Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
Leita manns í tengslum við morðið á hinum ellefu ára Nicky Lögregla í Hollandi leitar nú manns sem grunaður er um aðild að morðinu á hinum ellefu ára gamla Nicky Verstappen. 22. ágúst 2018 14:46