Stefnir ríkinu vegna Vafningsmálsins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. ágúst 2018 07:30 Úr aðalmeðferð Vafningsmálsins í héraði. Guðmundur er lengst til vinstri og Þórður við hlið hans. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Guðmundur Hjaltason, annar ákærðu í Vafningsmálinu, hefur stefnt íslenska ríkinu til greiðslu skaða- og miskabóta vegna málsmeðferðar í málum saksóknara gegn sér. Guðmundur var frá 2006 og til maí 2008 framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Glitnis. Í kjölfar efnahagshrunsins var embætti sérstaks saksóknara komið á fót og hafði embættið það hlutverk að kanna möguleg brot í aðdraganda hrunsins. Á árunum 2011-16 hafði Guðmundur réttarstöðu grunaðs manns hjá embættinu en aðeins ein ákæra var gefin út á hendur honum. Það var gert í hinu svokallaða Vafningsmáli sem var fyrsta stóra mál sérstaks saksóknara. Í því var Guðmundi og Lárusi Welding, þá bankastjóra Glitnis, gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé bankans í stórfellda hættu með 102 milljóna evra láni til félagsins Milestone föstudaginn 8. febrúar 2008. Það samsvaraði um tíu milljörðum króna á útborgunardegi. Tvímenningarnir voru sakfelldir í héraði í árslok 2012 og dæmdir til níu mánaða fangelsisvistar hvor. Sex mánuðir refsingarinnar voru skilorðsbundnir. Í Hæstarétti, rúmu ári síðar, voru þeir hins vegar sýknaðir þar sem ekki þótti sannað að háttsemi sú sem Guðmundi og Lárusi var gefin að sök hefði falið í sér verulega fjártjónshættu fyrir Glitni. Þórður Bogason, hæstaréttarlögmaður. Rannsókn saksóknara á síðasta máli sínu gagnvart Guðmundi var felld niður árið 2016. Á þeim tíma sem rannsókn stóð yfir fór hann ítrekað fram á að rannsóknirnar yrðu afmarkaðar, þeim flýtt og að mál gagnvart sér yrðu felld niður. Þórður Bogason, verjandi Guðmundar í Vafningsmálinu og lögmaður hans í málinu nú, segir að ákæra í málinu og málaferlin í heild hafi bæði valdið umbjóðanda sínum miska og fjártjóni. Krafa um bætur er annars vegar byggð á miskabótareglu laga um meðferð sakamála og hins vegar á almennu skaðabótareglunni. „Í málinu reynir á hvort ríkið sé bótaskylt vegna sýknudóms og málsmeðferðar gagnvart Guðmundi. Um leið eru dómstólar í raun spurðir hvort embætti sérstaks saksóknara, með fulltingi löggjafans, hafi farið offari gegn einstaklingum sem unnu í bankakerfinu fyrir hrun og brotið gegn stjórnarskrárvörðum réttindum þeirra. Málið snýst þannig um grundvallarspurningar um viðbrögð þjóðfélags við efnahagshruni og hversu langt er hægt að ganga gagnvart einstaklingum á grundvelli þess að þeir hafi unnið í ákveðnum geirum atvinnulífsins,“ segir Þórður. Málið var þingfest í febrúar og vörnum hefur verið skilað af hálfu ríkislögmanns. Ríkið krefst sýknu í málinu. Þórður á von á því að dómur í héraði muni liggja fyrir áður en árið er á enda.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Vafningsmálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira