Hamren: Sagði við hann að þetta þyrfti að koma frá hjartanu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. ágúst 2018 21:00 Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren. EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Erik Hamrén, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, valdi í dag sinn fyrsta landsliðshóp en Ísland mætir bæði Belgíu og Sviss síðar í mánuðinum. Athygli vakti að Kolbeinn Sigþórsson er í hópnum en hann hefur lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Erik segir hann mikilvægan hópnum. „Hann er ekki alveg tilbúinn að byrja leikinn og spila í 90 mínútur en hann getur leikið 15-20 mínútur,” sagði Hamren í samtali við Hörð Magnússon í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er líka mikilvægt að hann sé í liðinu því þegar hann verður tilbúinn og laus við meiðsli mun hann verða Íslandi mjög mikilvægur. Miðað við tölfræðina hans þá er hann hreint magnaður.” Ragnar Sigurðsson tilkynnti eftir HM að hann væri hættur með íslenska landsliðinu. Hann er þó mættur aftur og spilar með liðinu gegn Belgíu og Sviss. „Ég ræddi við hann og sagði honum að vera í liðinu þyrfti að koma frá hjarta hans. Ég er mjög ánægður að svo hafi verið verið og hann vilji leika meira fyrir Ísland. Ég tel hann eigi eftir að vera einn lykilmanna liðsins.” Ungir drengir eins og Samúel Kári Friðjónsson og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum en hvers vegna? „Við veltum mikið fyrir okkur hvort við ættum að hafa þá með okkur núna. Til dæmis með Albert þá er hann búinn að spila lítið og er nýbúinn að skipta um lið. Þar er að byrja nýr kafli sem ég vona gangi vel,” sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarþjálfari. „Albert er hæfileikaríkur leikmaður og gerði klárlega tilkall til þess að vera í hópnum en það er U21-verkefni á sama tíma. Erik var fastur á því að þegar leikmaður er ekki nálægt því að byrja í A-liðinu þá vill hann að hann spili 90 mínútur með U21,” bætti Freyr við. Ekki er langt síðan Erik tók við landsliðinu en hversu spenntur er hann fyrir þessum leikjum? „Ég er mjög spenntur. Það er alltaf spennandi að byrja í nýju starfi, hitta nýtt fólk og hefja vegferð saman,” sagði Hamren.
EM 2020 í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56 Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30 Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54 Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00 Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Enski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Í beinni: Everton - Manchester United | Framlengir Moyes martröð Rauðu djöflanna? Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sjá meira
Albert í U21-hópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu Albert Guðmundsson er í U21-árs landsliðshópnum sem mætir Eistlandi og Slóvakíu í undankeppni EM 2019 en leikirnir fara fram í september. 24. ágúst 2018 18:56
Alfreð ekki með Íslandi í fyrstu leikjum Þjóðadeildarinnar Framherjinn hefur ekki náð sér af meiðslum sínum og fer ekki af stað fyrr en um miðjan september. 24. ágúst 2018 07:30
Raggi Sig snýr aftur í landsliðið Miðvörðurinn er hættur við að hætta í bili að minnsta kosti. 24. ágúst 2018 10:54
Freyr: Trúum öll að Kolbeinn skori þegar hann er inn á Erik Hamrén og Freyr Alexandersson kynntu sinn fyrsta landsliðshóp á blaðamannafundi í dag. Freyr segir Erik vera topp náunga og það er nýtt upphaf fyrir alla leikmenn liðsins, sama hver staða þeirra var í landsliði Heimis Hallgrímssonar. 24. ágúst 2018 16:00
Enginn Aron í landsliðshópnum en Kolbeinn snýr aftur Eric Hamrén tilkynnti sinn fyrsta landsliðshóp í dag. 24. ágúst 2018 13:17