Brynjar Níelsson óánægður: „Fjölmiðlamenn eru eins og hverjar aðrar klappstýrur í þessu ofstæki“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2018 19:13 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“ Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gerði í dag ásakanir um kynferðisofbeldi og óviðeigandi hegðun að umfjöllunarefni sínu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Í stöðuuppfærslunni segir Brynjar að nú á tíðum þyki fólki lítið mál að „saka mann og annan um hvers kyns brot eða óviðeigandi hegðun, sem áttu að vera framin fyrir árum eða áratugum síðan og með því tvistra fjölskyldum og eyðileggja líf manna.“ Í færslunni segir Brynjar jafnframt að í málum eins og þeim sem hann bendir á séu lög og reglur víðs fjarri þegar dómstóll götunnar kveði upp dóm sinn. Þá gagnrýnir Brynjar fjölmiðla fyrir að stíga ekki niður fæti gegn þessari þróun og kallar þá meðal annars klappstýrur. Brynjar segir fjölmiðla einnig „leggja rauðan dregil fyrir þá sem koma fram með ásakanir af þessu tagi.“ Starfssystkini Brynjars á vettvangi stjórnmálanna fá einnig á baukinn í færslunni en hann sakar stjórnmálamenn, í það minnsta þá sem umhugað sé um endurkjör, að þegja um málaflokkinn. Einnig gagnrýnir Brynjar lögmannastéttina sem og háskólasamfélagið. Brynjar endar svo færsluna á þessum orðum: „Ég ráðlegg þeim sem vilja halda starfi sínu og jafnvel huga að starfsframa að læka ekki þessa færslu.“
Innlent Tengdar fréttir Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það illa vegið að fjölmiðlum að gagnrýna þá án rökstuðnings. 8. júlí 2018 12:45