Kolbeinn hefur samt enn ekki spilað með franska liðinu Nantes á þessu tímabili en það er ekki af því að hann er meiddur.
„Kolbeinn er heill heilsu og hann er búinn að vera það í nokkurn tíma. Hann er í góðu formi en er á sölulista hjá Nantes og fær ekki að spila. Þeir eru að reyna að losa sig við hann og hann er að reyna að finna sér annað félag,“ sagði Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari á blaðamannafundi.
Kolbeinn hefur verið lengi frá vegna meiðsla en hann hefur nú komist í gegnum þau hnémeiðsli ef marka má þessar fréttir.
„Ég skil ekki hvernig Nantes getur ekki notað eins góðan leikmann og Kolbein Sigþórsson," bætti Freyr.
Erik Hamrén sagði hann væri tilbúin í að spila en bara ekki tilbúinn í að byrja leik. „En þessar 15-20 mínútur geta verið mjög góðar ef hann getur spilað eins vel og hann gerði áður. Ég vona að hann geti haldist heill og hjálpað okkur,“ sagði Erik Hamrén.
Kolbeinn Sigþórsson lék síðast með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi en hann hefur skorað 22 mörk í 44 leikjum. Eitt markið skoraði hann einmitt á móti Svíum þegar Erik Hamrén þjálfaði sænska landsliðið á sínum tíma.
„Ef við getum fengið hann til baka því tölfræði hans með Íslandi er stórkostleg. Vona sannarlega að hann verði klár,“ sagði Erik Hamrén.