Krefja Kristínu Soffíu um afsökunarbeiðni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. ágúst 2018 12:00 Ummæli Kristínar Soffíu Jónsdóttur virðast hafa farið fyrir brjóstið á Eyþóri Arnalds og félögum hans í minnihluta. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari/Stefán Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir. Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkurborgar vilja að Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, biðjist afsökunar og að hún dragi ummæli um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi brotið trúnað eftir að þeir gengu út af fundi ráðsins í síðustu viku til baka.Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna á aukafundi ráðsins sem haldinn var á föstudaginn efir umdeildan fund ráðsins á miðvikudag.Deilur hafa staðið yfir um lögmæti fyrri fundarins en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja meina að til fundarins hafi ekki verið boðað með lögmætum hætti, því væri hægt að véfengja lögmæti fundarins og þær ákvarðanir sem þar væru teknar fyrir dómstólum. Gengu Hildur Björnsdóttir, Eyþór Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir því af fundinumSjá einnig:Segir Sjálfstæðismenn hafa brotið trúnað og skrópað í vinnu fyrir flotta myndÁkvörðun borgarfulltrúanna þriggja var harðlega gagnrýnd af Kristínu Soffíu sem sagði útspil borgarfulltrúanna þriggja vera „hugsanlega vanhugsaðasta og vandræðalegasta upphlaup“ sem hún hafi upplifað á ferli hennar í stjórnmálum.„Þeim er gert fullkomlega ljóst að trúnaður ríkir um fundinn þar til honum er slitið en þau kjósa að brjóta þann trúnað - svo spennt að komast í fréttirnar. Til hamingju Reykvíkingar, þau brutu trúnað, skrópuðu í vinnunni og misstu af öllum kynningum til þess eins að fá þessa fínu mynd af sér,“ skrifaði Kristín Soffía á Facebook eftir fundinn.Á ýmsu hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur að undanförnu en Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG, hefur verið sökuð um að „ulla“ á fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Vísir/VilhelmSegja engum trúnaðarupplýsingum hafa verið komið á framfæri Þessi ummæli Kristínar Soffíu virðast hafa farið fyrir brjóstið á fulltrúm minnihlutans í skipulags- og samgönguráði og létu fulltrúar hans bóka eftirfarandi á aukafundinum á föstudaginn.„Minnihlutinn skora á borgarfulltrúa Kristínu Soffíu að draga ummæli sín til baka og biðjast formlega afsökunar á röngum sakargiftum. Engum trúnaðar upplýsingum var komið á framfæri enda sátu borgarfulltrúar minnihluta ekki fundinn eins og skýrt kemur fram í fundargerð. Það getur ekki staðist að trúnaður sé um þá staðreynd að borgarfulltrúar neiti að taka þátt í fundi sem ranglega er staðið að. Það er okkar skylda að sjá til þess að rétt sé staðið að ákvarðanatöku borgarinnar.“Sjá einnig: Segir Lív einnig hafa „ullað“ á EyþórSem fyrr segir telja fulltrúar minnihlutans að fundur skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag hafi ekki verið boðaður með réttum hætti og því hafi ekki verið hægt að taka bindandi ákvarðanir á fundinum. Lögðu fulltrúar minnihlutans fram lögfræðiálit frá lögfræðistofunni BBA Legal til þess að rökstyðja mál sitt og ætlar minnihlutinn að senda inn formlega kvörtun vegna þessa máls til Samgöngu og sveitastjórnarráðuneytis.Lögfræðingar umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar, sem og lögfræðingur miðlægrar stjórnsýslu, telja þó að til fundarins hafi verið boðað með löglegum hætti. Allir fulltrúar ráðsins hafi vitað af fundinum en á vef borgarinnar segir að tímabundin bilun í tölvukerfi hafi orðið þess valdandi að ákveðnir ráðsmenn fengu boðun á fundinn seinna en aðrir.
Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Segir Líf einnig hafa „ullað“ á Eyþór Svo virðist sem mikill samskiptavandi sé milli kjörinna fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur og er hann farinn að hafa áhrif á úrlausn mikilvægra mála 17. ágúst 2018 20:30
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Harka leysir af samráð í pólitík „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. 18. ágúst 2018 08:00