Óttast um almenna borgara í Idlib Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2018 20:57 Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Vísir/AP Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás. Sýrland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Staffan de Mistura, erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Sýrlands, hefur varað við því að slæmt ástand gæti skapast geri stjórnarher Sýrlands og bandamenn þeirra árás á Idlib, síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Hann kallar eftir því að almennum borgurum verði gert kleift að yfirgefa svæðið.Talið er að minnst ein milljón almennra borgara sem hafa flúið heimili sín í Sýrlandi haldi til í Idlib. Þá er talið að um þrjár milljónir manna haldi til á svæðinu. Sameinuðu þjóðirnar og hjálparsamtök undirbúa sig nú fyrir mikil átök á svæðinu þar sem stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamenn þeirra hafa flutt fjölda hermanna að svæðinu. Tyrkir hafa lokað landamærum sínum en þeir eru á móti árás Assad-liða á Idlib. Leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Íran munu hittast í næstu viku og ræða ástandið í héraðinu. En eins og áður segir hafa Assad-liðar safnast saman við víglínurnar í Idlib og sömuleiðis hafa Rússar sent minnst tíu herskip og tvo kafbáta að ströndum Sýrlands á undanförnum dögum. Árás á Idlib liggur í loftinu.Þegar og ef af árásinni verður er líklegt að Assad-liðar muni beita sömu aðferðum og þeir hafa beitt áður í átökunum. Árásir þeirra hafa iðulega byrjað á umtalsverðum loftárásum og í kjölfarið hafa Assad-liðar setið um borgir og bæi og þvingað uppreisnarmenn og vígamenn til uppgjafar. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýverið að nauðsynlegt væri að þurrka út „hryðjuverkamenn“ í Idlib og sakaði þá um að skýla sér á bak við almenna borgara. Bæði Rússar og Assad-liðar hafa haldið því fram á undanförnum dögum að uppreisnarmenn ætli sér að beita efnavopnum og kenna stjórnarhernum um það eða falsa efnavopnaárás með stuðningi Bandaríkjanna. Sendiráð Rússlands í Suður-Afríku birti því til sönnunar mynd á Twitter sem átti að sýna æfingar uppreisnarmanna við að falsa árás. Myndin er þó frá framleiðslu kvikmyndar, sem fjármögnuð var af ríkisstjórn Assad og fjallar um vestrænan blaðamann sem ferðast til Sýrlands hjálpar uppreisnarmönnum að falsa efnavopnaárás.
Sýrland Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira