Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. september 2018 22:30 Osaka gat varla fagnað sínum fyrsta risatitli vegna kringumstæðnanna. Vísir/Getty Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt. Tennis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld. Úrslitaviðureignin og verðlaunastundin voru þó allt annað en eðlileg eftir að margfaldi meistarinn Serena reifst við dómarann og kallaði hann þjóf. Osaka spilaði frábærlega í viðureigninni en úrslitanna mun þó alltaf vera minnst fyrir það sem átti sér stað á milli Williams og dómarans. Dómarinn, Carlos Ramos, gaf Williams aðvörun fyrir að þjálfari hennar, Patrick Mouatoglou, virtist gefa Williams bendingu á vellinum, en þjálfarinn má ekkert skipta sér af á meðan leik stendur. Williams mótmælti þessu og sagðist ekki vera svindlari.Serena var mjög ósátt við dómara leiksinsvísir/gettyNokkrum leikjum seinna skemmdi Williams spaðann sinn í reiði eftir að hafa tapað leik. Fyrir það fékk hún refsingu og Osaka fékk eitt stig. Það varð til þess að Williams fór aftur að dómaranum og sagði hann skulda sér afsökunarbeiðni og kallaði hann þjóf. Fyrir það fékk Williams refsingu fyrir að níðast á dómaranum. Sú refsing kostaði Williams einn leik. Þá brást Williams í grát og bað um að fá yfirdómara mótsins. Ekkert var gert í málinu og tveimur leikjum seinna vann Osaka viðureignina. Hún vann samtals 6-2 og 6-4. Hefðin er að dómari úrslitaleiksins fái verðlaun fyrir að hafa dæmt hann en Ramos var fylgt út af vellinum og hann fór ekki upp á svið til þess að taka við verðlaunum sínum. Áhorfendur bauluðu og bauluðu á meðan kynnirinn reyndi að hefja verðlaunaafhendinguna og Osaka grét undir baulinu. „Ekki baula lengur. Til hamingju Naomi. Reynum að gera það besta úr þessu og gefum þeim heiður sem eiga hann skilinn,“ sagði Williams í gegnum tárin þegar hún steig á sviðið. „Ég vona að ég geti haldið áfram og spilað hér aftur, en þetta hefur verið mjög erfitt ár fyrir mig.“ Osaka brosti varla þegar hún tók á móti verðlaunagripnum. „Ég veit að þið studduð hana öll og ég biðst afsökunar á því að þetta hafi þurft að enda svona.“ „Takk fyrir að horfa. Mig dreymdi alltaf um að spila við Serena í úrslitaleik Opna bandaríska og ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það,“ sagði Osaka. Þjálfari Williams á að hafa viðurkennt við ESPN að hann hafi verið að reyna að gefa Williams bendingu á vellinum. Ákvörðunin hjá dómaranum sem kom öllu ferlinu í gang var því rétt.
Tennis Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira