Segist hafa fengið rangar upplýsingar Sveinn Arnarsson skrifar 7. september 2018 06:00 Njáll Trausti Friðbertsson (t.v.) ásamt Birgi Ármannssyni samflokksmanni sínum. fréttablaðið/anton brink Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir að hafa fengið rangar upplýsingar í samgönguráðuneytinu um uppsetningu ILS-lendingarbúnaðar við Akureyrarflugvöll. Isavia þurfi fullvissu frá yfirvöldum um að þau greiði uppsetningu lendingarbúnaðar. Að öðrum kosti verði ekki farið í framkvæmdina. Njáll Trausti segist hafa fengið þær upplýsingar fyrir um tveimur vikum að bréf þess efnis hefði farið úr ráðuneytinu til Isavia. Fyrirtækið kannist hins vegar ekkert við það bréf. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, staðfestir að félagið hafi ekki enn fengið skjalfest að verkefnið verði fjármagnað að fullu. Hann segir fyrirtækið vera tilbúið til að hefja framkvæmdir. Hins vegar verði það ekki gert fyrr en fjármögnun liggi fyrir hjá ráðuneytinu. „Við hjá Isavia höfum undirbúið uppsetningu á ILS-búnaði á Akureyrarflugvelli í góðu samstarfi við samgönguráðuneytið. Sú vinna er í fullum gangi,“ segir Guðjón. „Við erum að ljúka þeim undirbúningi þannig að hægt sé að bjóða verkið út um leið og fjármögnun liggur fyrir. Við bíðum eftir staðfestingu frá ráðuneytinu um að verkefnið sé fjármagnað að fullu.“ „Mér var tjáð í sumar að það yrði farið í framkvæmdina og hún fullfjármögnuð. Fyrir tveimur vikum síðan fékk ég svo að vita að bréf þess efnis hefði farið frá ráðuneytinu til Isavia,“ segir Njáll Trausti, sem er þingmaður Norðausturkjördæmis og flugumferðarstjóri. „Svo virðist sem það bréf hafi enn ekki borist Isavia og ef svo er, að bréfið hafi ekki farið á milli aðila, þá er verulega slæmt og alvarlegt mál að vera ranglega upplýstur í málinu og eiginlega með ólíkindum.“ Búnaðurinn verður ekki kominn upp fyrr en á næsta ári. Uppsetning hans skiptir sköpum fyrir erlend flugfélög sem vilja fljúga norður að vetri til. Allir innviðir eru til staðar fyrir ferðamenn. Einnig hafa stjórnvöld talað um að mikilvægt sé að bæta við gáttum inn í landið til að dreifa ferðamönnum betur. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það alveg ljóst að framkvæmdin verði fjármögnuð. Hins vegar hafi hún verið dýrari en fyrst var talið. „Það er enn alveg ljóst að verkefnið verður fjármagnað og það hefur ekkert breyst. Ef menn segjast hafa fengið rangar upplýsingar, þá þarf að fara vandlega yfir það,“ segir Sigurður Ingi.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira