Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. september 2018 09:48 Verkfræðingarnir mættu með sérútbúin tæki. Vísir/Jói K. Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið. Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Það hvernig steinarnir rúlluðu niður hafi sýnt að mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. Þrír verkfræðingar frá Eflu ásamt starfsfólki skógræktarinnar héld af stað upp Esjuna í birtingu en starfsfólk skógræktarinnar lokaði göngustígnum svo tryggt væri að árrisult göngufólk væri ekki á leið upp fjallið á meðan björgunum yrði velt niður. Í samtali við Vísi segir Helgi að verkfræðingarnir þrír hafi séð um að velta björgunum niður með sérútbúnum tækjum. „Svo bara dúndruðust þessi björg hressilega niður. Það drundi svolítið í fjallinu,“ segir Helgi sem bætir við að mikil þörf hafi verið á því að losna við björgin. „Þetta var alveg á tæpasta vaði. Eins og þeir rúlluðu þá fóru þeir yfir göngustíginn.“Steininn eftir að hann hafði verið festur og skiltin rétt af.Skógræktarfélag Reykjavíkur/Jón Haukur SteingrímssonSprækir fjallgöngumenn komu að lokaðri Esjunni en fóru á Helgafellið í staðinnGreint var frá því í gær að Esjunni yrði lokað á meðan björgunum yrði velt niður en þau skilaboð virðast ekki hafa borist til allra.„Það voru eldsprækir íslenskir göngumenn sem ætluðu að snarast upp um sjö leytið. Þeir bara voru hinir ánægðustu og ákváðu að ganga á Helgafellið í staðinn,“ segir Helgi.Áhugafólk um Esjuna þarf hins vegar ekki að hafa áhyggjur af því að Steinninn vinsæli á Þverfellshorni Esjunnar, eitt helsta kennileiti fjallsins, fari eitt né neitt en hann hefur hallað mikið undanfarin ár og voru um tíma áhyggjur um að hann myndi fara niður fjallið.Menn á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fóru upp að Steini í gær þar semkeðjur voru strengdar í hann og hlaðið undir hann með púkki. Um leið var merkingin á honum og skilti rétt af.Hér að neðan má sjá eitt af björgunum fljúga niður fjallið.
Esjan Reykjavík Tengdar fréttir Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Fleiri fréttir Mikil skemmdarverk unnin á rútu Aftureldingar Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Sjá meira
Esjunni verður lokað á morgun á meðan björgum verður rúllað niður fjallið Skógræktarfélag Reykjavíkur festi Steininn á Þverfellshorni í gær og rétti skiltin við. 18. september 2018 14:43