Nokkrir eru látnir í Kína en útlit er fyrir að mannfallið hafi orðið mest á Filippseyjum en talið er að um 100 séu látnir. Björgunarstarf er í fullum gangi á þeim stöðum sem illa urðu úti.
Bæir á Filippseyjum sem liggja nærri sjávarmáli hafa orðið illa úti. Daglegt líf og samgöngur hafa þar farið úr skorðum en auk þess er uppskera ónýt og fiskistofn á svæðinu hefur orðið fyrir miklum áhrifum.

„Von mín er að þeir séu á heilu og höldnu og að einhver finni þá,“ segir Anna Badangayon íbúi í Itogon sem bíður fregna af ættingjum sem urðu fyrir skriðunni. „Þó þeir séu látnir vonast ég til að við finnum líkamsleifar þeirra og kvatt þá með frið í hjarta.“
Björgunarastörf eru með erfiðara móti þar sem rigning, aur og drulla tefur mikið fyrir störfum og gerir viðbragðsaðilum erfitt fyrir að bera kennsl á lík sem kunna að finnast.