Bíllaus fagna tíu ára starfi Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, vill að fólk hafi val um ferðamáta. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Það hefur verið mjög framsækið að stofna samtökin á sínum tíma. Við finnum fyrir því að það er mjög mikill áhugi á þessu í dag. Okkur langar þess vegna til að efla samtökin og setja þau í fastari skorður,“ segir Björn Hákon Sveinsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl. Samtökin hafa verið rekin sem frjáls félagasamtök en ekki haft fasta félagaskrá. „Við erum öflug samtök í dag en það er enginn að greiða félagsgjöld. Það getur líka verið erfiðara að sækja um styrki þegar það er engin félagaskrá.“ Björn segir að allir séu velkomnir í samtökin, líka þeir sem eiga bíl. „Við erum að vinna að því að fólk hafi val um ferðamáta. Fólk á að geta nýtt sér almenningssamgöngur og hjólreiðar en líka farið fótgangandi. Þetta tengist mikið skipulagsmálunum. Það skiptir miklu máli hvernig borgin og sveitarfélög eru skipulögð.“ Að mati Björns felast ákveðin lífsgæði í því að eiga ekki bíl. „Þú sparar bæði peninga og tíma og losnar við mikinn streituvald. Við fjölskyldan erum með rafmagnsbíl núna en vorum alveg bíllaus í tvö og hálft ár þegar ég bjó nær vinnustaðnum. Í framtíðinni stefnum við að því að verða alveg bíllaus.“ Núverandi vinnustaður Björns er á Bíldshöfða en hann býr í Vesturbænum. „Ég hjóla í vinnuna eins oft og ég get. Maður stjórnar þessu auðvitað sjálfur og þetta er líka spurning um hugarfar. Það er alveg hægt að klæða veðrið af sér.“ Á fundinum verður kynning á Byggingarfélagi Samtaka um bíllausan lífsstíl. Félagið sótti um að fá að byggja bíllaust hverfi á Sjómannaskólareitnum við Háteigsveg. Reykjavíkurborg auglýsti nokkrar lóðir sem óhagnaðardrifin félög gátu sótt um. „Þessi hópur hefur unnið mikla vinna við hönnun og skipulagningu hverfisins. Þetta er mjög spennandi verkefni en það kemur í ljós í október hver fær svæðið úthlutað.“ Nýlega voru kynntar tillögur stjórnvalda í loftslagsmálum. Meðal annars á að banna nýskráningar bensín- og dísilbíla frá 2030 en einnig á að efla almenningssamgöngur og hjólreiðar. „Þetta eru mál sem við erum að skoða og munum jafnvel álykta um á fundinum. Persónulega er ég ekki hrifinn af boðum og bönnum. Mér finnst frekar að það eigi að gera innviðina þannig að fólk hafi raunhæfan valkost við einkabílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Vilja byggja bíllaust hverfi í miðri Reykjavík Hópur fólks vinnur nú að því að stofna byggingarsamvinnufélag með það að augnamiði að byggja bíllaust hverfi á lóðinni við Sjómannaskólann við Háteigsveg. 12. júlí 2018 15:15