Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 16. september 2018 21:10 Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli. Húsnæðismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg auglýsti fyrr í sumar eftir samstarfsaðilum til að byggja hagkvæmt húsnæði í Reykjavík fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Reitirnir sem um ræðir eru í Úlfarsárdal, á Kjalarnesi. í Gufunesi, í bryggjuhverfi við Elliðaárvog, við stýrimannaskólann, á veðurstofureit og í Skerjafirði. Formaður starfshóps um verkefnið segir að sextán teymi hafi sótt um að taka slík verkefni að sér og nú sé verið að gefa hópunum einkunn. „Aðilinn sem fékk hæstu stigin hann velur sér fyrst lóð og svo koll af kolli þangað til að allar sjö lóðirnar eru komnar í hendurnar á aðilum sem eru tilbúnir að byggja,“ segir Óli Örn Eiríksson formaður starfshóps um hagkvæmt húsnæði hjá Reykjavíkurborg. Reykjavíkurborg gefur samstarfsaðilum hvern lóðafermetra á 45.000 krónur við Stýrimannaskólann og það sama á við um hina byggingarreitina. Þetta er gert til þess að halda húsnæðiskostnaðinum niðri. „Ef við værum með þessa hefðbundnu aðferð borgarinnar við að úthluta lóðum sem er að hafa útboð og hæsta verð fær, það þurrkar út alla möguleika á hagkvæmni í verkefninu,“ segir Óli. Óli telur að húsnæðisformið verði afar mismunandi. „Það eru margir aðilar sem eru búnir að senda inn hugmyndir og þeir vilja koma með einingahús. Svo eru það þessi mismunandi félög, er þetta búseturéttur, er þetta leigufélag, er þetta þrepahúsnæði þar sem þú færð húsið frekar hrátt og ert sjálfur að breyta frítíma þínum í sparnað með því að þú vinnir í húsinu þínu,“ segir Óli. Óli segir að í október verði tilkynnt um hvaða byggingarteymi fái þróunarreitina og vonar að hægt verði að fara af stað með svipað verkefni á næstu árum. „Við erum nú þegar að tala við ríkið um marga reiti eins og við Landhelgisgæsluna og á Keldum þannig að við gætum alveg átt 2020 nýjan lager til þess að senda út,“ segir Óli.
Húsnæðismál Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira