Sjáðu hvernig Vaðlaheiðargöng líta út í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2018 10:00 Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða. Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Um 70 manns vinna nú hörðum höndum að því að ljúka framkvæmdum við Vaðlaheiðargöngin. Verklok eru áætluð 30. nóvember næstkomandi og segir framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga að mikilvægt hafi verið að festa niður dagsetningu verkloka. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár, samkvæmt áætlunum átti að taka göngin í notkun á seinni hluta ársins 2016. Í síðustu viku var hins vegar tilkynnt að samkomlag hefði náðst um að göngunum yrði skilað tilbúnum til umferðar þann 30. nóvember næstkomandi. Er miðað við að göngin verði tekin í notkun 1. desember. „Ég held að það sé lykilatriði að festa dagsetningu niður svo allir geti miðað á sömu dagsetningu og lagt aðeins meiri kraft í verkið eins og núna er verið að gera,“ segir Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. Þegar fréttamaður leit við í göngunum á dögunum var nóg um að vera, rafvirkjar, malbikarar, pípulagningarmenn og fjölmargir verkamenn voru þar að störfum en eins og sjá á myndunum eru ansi mörg handtök sem eftir á að vinna eigi að nást að opna göngin á fullveldisdaginn. Þá má einnig sjá að staðan á frágangi er mjög mismunandi eftir því hvar maður er staddur í göngunum, sums staðar eru þau nær fullkláruð en annars staðar er mikið eftir. En mun mönnum takast að ná að klára allt sem þarf að gera fyrir 1. desember? „Það er hellingur sem þarf að gerast en menn bretta upp ermarnar og allir ætlar sér að reyna að ná þessu markmiði.“Hér að neðan má sjá myndband af því hvernig göngin lítu út um helgina en fréttamaður keyrði í gegnum hin 7,5 kílómetra löngu göng frjá Fnjóskadal í fylgd starfsmanns Vaðlaheiðarganga. Athuga skal að myndbandið spilast á sexföldum hraða.
Samgöngur Tengdar fréttir Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00 Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Sjá meira
Ekki þarf að stansa til að aka um Vaðlaheiðargöng Greiðsla fyrir að aka um Vaðlaheiðargöngin verður rafræn og mun þar af leiðandi engin mönnuð stöð vera við annan enda ganganna til að rukka ökumenn. Hægt verður að kaupa miða í gegnum göngin á netinu eða í appi í snjalltækjum. Þeir sem greiða ekki en fara um göngin fá sendan greiðsluseðil. 11. janúar 2018 06:00
Stefna á að taka Vaðlaheiðargöng í notkun í byrjun desember Framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga hf. segir að kostnaðurinn muni rúmast innan lánsheimildarinnar frá ríkinu. 7. september 2018 18:33
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38