Telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð vegna WOW Birgir Olgeirsson skrifar 12. september 2018 13:05 Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir forstjóri Kauphallarinnar sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 Vísir/Vilhelm Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“ Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Engar forsendur eru fyrir því að stöðva viðskipti með hlutabréf í flugfélaginu Icelandair að mati forstjóra Kauphallarinnar. Greint var frá því á vef Túrista í gær að virði Icelandair hefði rokið upp um tíu prósent í viðskiptum og var það rakið til óvissunnar vegna flugfélagsins WOW Air. Beðið er fregna af skuldabréfaútboði WOW og var því velt upp á vef Túrista að Kauphöllin myndi jafnvel stöðva viðskipti með hlutabréf Icelandair þangað til fregnir berast af WOW. Sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air, að fregna væri að vænta í vikulok. Hlutabréf í Icelandair hafa farið upp um fjögur prósent í dag en Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Vísi að það standi ekki til að stöðva viðskiptin því engar forsendur séu fyrir því.Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar.Vísir/VilhelmPáll segir aðalröksemdina að baki þeirri ákvörðun vera að það sé ávallt opið fyrir viðskipti með skráð hlutabréf. „Það er út frá þessu fjárfestaverndar sjónarmiði sem skráningin á að veita. Það er að segja að hluthafar hafi aðgang að þessum vettvangi hverju sinni og það er ein af þessari sérstöðu skráðra bréfa. Við stöndum þess vegna vörð um hana. Í því fellst fjárfestavernd, að það sé opið fyrir viðskipti,“ segir Páll. Í mjög sérstökum tilvikum hafa viðskipti verið stöðvuð í skamman tíma og nefnir Páll sem dæmi dagana eftir efnahagshrunið árið 2008 „Yfirleitt þegar er lokað fyrir viðskipti með einstaka bréf, sem gerist sára sjaldan, þá er mögulega að vænta einhverra nýrra upplýsinga sem skipta verulegu máli og félögin hafa látið okkur vita af því og það er hætta á ójafnræði af þeim sökum, eða það hafa lekið út upplýsingar sem skapa hættu á ójafnræði,“ segir Páll. Í þeim tilvikum sé um að ræða annars konar tilvik þar sem aðstandendur Kauphallarinnar vita að upplýsingarnar eru á forræði skráða félagsins og það sé hægt að greiða úr þeim málum fljótt. „Og þar af leiðandi, ef það er lokað, þá vitum við að lokunin varir í skamman tíma. Þannig að þau tilvik eru allt annars eðlis.“ Eins og áður hefur verið greint frá er beðið eftir fregnum af skuldabréfaútboði WOW Air en Páll telur ólíklegt að viðskipti með Icelandair verði stöðvuð ef upplýsingar um útboðið leka út. „Ég tel ólíklegt að það yrði tilefni til stöðvunar viðskipta.“
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05 Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57 Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Segir erfiða daga krónunnar mögulega vegna WOW Air Krónan hefur lækkað á hverjum einasta degi frá mánaðamótum en veikingin nemur 5,3 prósentum gagnvart evru. 11. september 2018 16:05
Tíðinda að vænta frá WOW Air í vikulok Vinna flugfélagsins WOW Air við skuldabréfaútboð er í fullum gangi. Forsvarsmenn félagsins vænta þess að geta skýrt nánar frá því í vikulok. 11. september 2018 10:57
Biðla til bankanna Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 12. september 2018 08:18