Útgjöld ríkissjóðs aukast um 55 milljarða á næsta ári Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:15 Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Útgjöld ríkissjóðs aukast um fimmtíu og fimm milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram á Alþingi í dag. Mest munar um aukin framlög til heilbrigðismála upp á 12,6 milljarða. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi á næsta ári eða sem nemur einu prósenti af vergri landsframleiðslu. Það er minnsti afgangur fjárlaga samkvæmt markmiðum í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára.Gert er ráð fyrir 29 milljarða króna afgangi.Mynd/Stöð 2Á kynningarfundi Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra í dag kom fram að heildartekjur ríkissjóðs séu áætlaðar 891,6 milljarðar og útgjöldin 862,7 milljarðar á næsta ári. Útgjöld milli ára aukast um 55 milljarða eða 7 prósent og tekjurnar aukast um aðeins minni fjárhæð. Útgjöld til heilbrigðismála aukast um 12,6 milljarða að frátöldum launa- og verðlagshækkunum, þar af fara 7,2 milljarðar til byggingaframkvæmda á nýjum Landsspítala.Hvernig mun hinn almenni borgari finna fyrir þeim breytingum sem fram koma í fjárlagafrumvarpinu?„Vonandi með því að við höldum áfram þeim stöðugleika sem hér hefur verið. Við erum sömuleiðis að létta álögum, styðja betur við barnafjölskyldur í landinu. Við hækkum persónuafsláttinn með sérstakri hækkun. Þannig að það skilar sér í auknu mæli til tekju lágra þótt ekki sé um verulega hækkun á persónuafslættinum að ræða en engu að síður mikilvæga,“ segir Bjarni.Mynd/Stöð 2Samkvæmt lögum hefði persónuafslátturinn átt að hækka um þrjú prósent en hann verður hækkaður um fjögur prósent. Bjarni nefnir líka átak í samgöngumálum og fleiri stór verkefni. „Við erum að fjármagna átak í geðheilbrigðismálum, við förum í ýmsar framkvæmdir sem við höfum þurft að láta sitja á hakanum á undanförnum árum. Eins og einstakar byggingar, til dæmis Hús íslenskunnar. Landhelgisgæslan sér nú fram á að geta farið að fá nýjar þyrlur. Það eru mörg slík verkefni sem við erum að klára í þessum fjárlögum,“ segir Bjarni. Fjármálaráðherra segir skipta miklu máli að tekist hafi að lækka skuldir ríkissjóðs mikið á undanförnum árum en þær hafa lækkað um 658 milljarða frá árinu 2011 eða úr 86 prósentum af landsframleiðslu í 31 prósent á þessu ári. Þar með hafi vaxtagreiðslur lækkað um 40 milljarða á ári. Ríkisstjórnin hafi þegar komið til móts við verkalýðshreyfinguna á þessu ári og geri það áfram í fjárlögum næsta árs til að mynda með auknum stuðningi við barnafjölskyldur. Þá lækkar tryggingagjald á fyrirtæki um 8 milljarða í áföngum á næsta og þar næsta ári.Mynd/Stöð 2Hvað myndir þú segja að einkenndi þessi fjárlög í heild sinni?„Þessi fjárlög eru sókn til bætra lífskjara á mjög traustum grunni. Við erum að ná skuldaviðmiðinu í fyrsta sinn frá því lög um opinber fjármál voru sett. það er að segja 30 prósenta viðmiðinu og við erum að gera betur á öllum sviðum samfélagsins. Við erum að styðja við betra líf á landinu,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlög Tengdar fréttir Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00 Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43 Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Ætla að fara vel með 24 þúsund krónurnar frá Bjarna Ben Í fjárlögum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að persónuafsláttur muni hækka um eitt prósent umfram lögbundna 12 mánaða hækkun vísitölu neysluverðs á árinu 2019. 11. september 2018 16:00
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Stefnt að 29 milljarða króna afgangi Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir afgangur á heildarafkomu ríkissjóðs verði eitt prósent af vergri landsframleiðslu árið 2019. 11. september 2018 08:43
Tæpar 175 milljónir aukalega vegna aðstoðarmanna ráðherra Hver ráðherra má vera með tvo aðstoðarmenn og hægt að bæta þriðja við. 11. september 2018 10:38