Aukið fé til lögreglu vegna fjölgunar ferðamanna, skipulagðrar glæpastarfsemi og aukinnar landamæravörslu Birgir Olgeirsson skrifar 11. september 2018 11:38 Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Vísir/Vilhelm Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna. Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira
Heildarframlög ríkisins til löggæslu fyrir árið 2019 er áætluð 17 milljarðar króna og hækkar um 1,1 milljarðar frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum en þær nema 819 milljónum króna. Helstu breytingarnar eru þær að 836 milljónum króna verður varið til að mæta þeim athugasemdum sem fram komu í Schengen-úttekt sem fram fór á Íslandi árið 2017 um framkvæmd landamæravörslu og til að samþætta landamæravörslu. Af því verður 344 milljónum varið til að styrkja landamæravörslu lögreglustjórans á Suðurnesjum með fjölgun um samtals 26,3 stöðugildi lögreglumanna, landamæravarða og í stoðþjónustu. Þá verður 223 milljónum varið í endurnýjun á búnaði til landamærastöðva, þróunar á bæði eldri og nýjum Schengen-kerfum og kaupa og innleiðingar á lífkennaupplýsingakerfi. 82 milljónum króna verður varið til að koma á fót sérstöku greiningasviði sem áætlað er að í starfi sex lögreglumenn og sérfræðingar sem munu hafa með höndum samkeyrslu og mynstursgreiningu á farþegalistaupplýsingum. 76 milljónir fara í að efla landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. 410 milljónum verður tímabundið ráðstafað til að bregðast við auknu álagi á löggæsluna vegna fjölgunar ferðamanna. Er framlaginu ætlað að auka umferðareftirlit á vegum og miðhálendinu, auka löggæslu við vinsælustu ferðamannastaðina og fjölga í útkallsliði lögreglu. 80 milljónum verður varið í til að efla aðgerðir lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu vegna skipulagðrar glæpastarfsemi með sérstakri áherslu á aðgerðir gegn fíkniefnasölum, innflutningi og framleiðslu. 29 milljónir fara til ríkislögreglustjóra til að mæta athugasemdum peningaþvættisúttektar FATF á Íslandi. Verður stöðugildum hjá ríkislögreglustjóra fjölgað um tvö til að mæta þessu. 12 milljónum verður varið til að efla málsmeðferð lögreglunnar í kynferðisbrotamálum en það er byggt á aðgerðaáætlun um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins. Er það til viðbótar varanlegum fjárheimildum sem veitt var til verkefnisins í fjárlögum árið 2018. Auk þessara fjárveitinga er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að því að efla búnað lögreglunnar í landinu í samræmi við áherslur löggæsluáætlunar og til þess verði varið sama fjármagni og á yfirstandandi ári, 83,5 milljónir króna. Sama gildir um þróun upplýsingakerfis fyrir réttarvörslukerfið sem auki yfirsýn og rekjanleika mála innan þess og til þess verði áfram varið milljónir króna.
Fjárlagafrumvarp 2019 Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Sjá meira