Bókafólk með hjartað í buxunum Jakob Bjarnar skrifar 11. september 2018 10:09 Egill Örn vill spara yfirlýsingarnar þar til ríkisstjórnin sýnir spilin en viðurkennir að hann er verulega áhyggjufullur vegna þessarar óvæntu vendingar. Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir. Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Útgefendur og þeir sem starfa að útgáfu bóka er furðulostið vegna óvæntrar stefnubreytingar sem orðið hefur í málum þeirra. Við kynningu á næstu fjárlögum kom í ljós að loforð um niðurfellingu virðisaukaskatts er að engu orðið en hins vegar er talað um beinan styrk til útgáfunnar.Verulegar áhyggjur meðal þeirra í bókaútgáfu Egill Örn Jóhannsson er framkvæmdastjóri Forlagsins, stærstu bókaútgáfu landsins og fyrrverandi formaður Félags íslenskra bókaútgefenda. Sem slíkur var hann í stöðugu sambandi við stjórnvöld og þá einkum Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Sem hafði uppi fróm orð um aðgerðir í þágu bókaútgáfu. Bókafólk fagnaði innilega þegar þetta lá fyrir og talaði formaðurinn þá um stórkostleg tíðindi. Og beindi bljúgum þökkum til Lilju: „Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“ Egill Örn játar fúslega að hann, og aðrir þeir sem starfa að bókaútgáfu, séu hreinlega með hjartað í buxunum vegna hinna óvæntu tíðinda nú í morgun. Fram hefur komið að bókaútgáfa á mjög undir högg að sækja og sáu margir niðurfellingu virðisaukaskatts sem svo að greininni væri þar með komið fyrir vind.Horfið frá því sem kveðið er á um í stjórnarsáttmála „Nú stendur í fjárlögum að hætt hafi verið við niðurfellingu virðisaukaskatts en í staðinn verði tekinn upp beinn stuðningur við bókaútgefendur. Hvað felst í því veit ég ekki en geng út frá því að það verður ekki lakara en yrði með afnámi virðisaukaskatts. Allt annað yrði reiðarslag fyrir greinina.Nú býð ég spenntur eftir því að ríkisstjórnin sýni á þau spil sem ég geri ráð fyrir að verði á næstu klukkutímum eða dögum, segir Egill áhyggjufullur. Spurður um hvort þetta megi ekki heita svik við loforðum af hálfum menntamálaráðherra segir hann: „Það stendur beinlínis í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að byrjað yrði á að afnema virðisaukaskatt á bókum. Nú er ljóst að um stefnubreytingu er að ræða. Hvað það felur nákvæmlega í sér veit ég ekki en ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn þar til ríkisstjórnin sýnir á spilin.“Bíður milli vonar og ótta þess að ríkisstjórnin sýni spilin Egill Örn vill ekki gefa mikið fyrir það hvort það að horfið hafi verið frá afnámi virðisaukaskatt, sem er almenn aðgerð, og litið til beinna styrkja feli ekki í sér aukin ríkisafskipti af bókaútgáfu. „Nei, það myndi ég kalla með öðrum hætti, önnur aðkoma ríkisins við að rétta hag greinarinnar. En, eins og ég segi, hver nákvæmlega þessi beini stuðningur verður á eftir að koma í ljós. Já, ég er með hjartað í buxunum en það skýrist væntanlega á allra næstu dögum hvað felst í þessari stefnubreytingu,“ segir Egill Örn sem vill spara yfirlýsingarnar þar til það liggur fyrir.
Fjárlagafrumvarp 2019 Menning Tengdar fréttir Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53 Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Sjá meira
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51
Lilja Alfreðs og Framsókn slá í gegn meðal bókafólks Menningargeirinn í skýjunum með fyrirhugað frumvarp Lilju um afnám virðisaukaskatts á bækur. 14. september 2017 12:53
Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála Mikill fögnuður meðal menningarinnar manna vegna afnáms virðisaukaskatts á bækur. 30. nóvember 2017 13:09