Margrét Kristín Blöndal tónlistarkona var í dag kjörin nýr formaður samtaka leigjenda á aðalfundi samtakanna. Auk hennar sitja í framkvæmdastjórn samtakanna Rósa Jóhannsdóttir varaformaður, Bragi Páll Sigurðsson ritari, Pálina Sjöfn Þórarinsdóttir gjaldkeri og Haraldur Ingi Haraldsson, Kolbrún Jónsdóttir og Þórólfur Júlían Dagsson meðstjórnendur.
„Ég er nú bæði upp með mér og þakklát því trausti sem mér er sýnt,“ segir Margrét Kristín.
„Leigjendur þurfa í raun að berjast í bökkum fyrir lífi sínu. Þannig er staðan. Þegar fólk borgar orðið 2/3 af launum sínum í húsaleigu er það að berjast fyrir lífi sínu og barnanna sinna,“ segir Margrét jafnframt.
Á fundinum kom fram að nýkjörin stjórn Samtaka leigjenda mun leita til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning og samstarf.
Magga Stína nýr formaður Samtaka leigjenda
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
