Skelfing greip um sig þegar flóðbylgjan skall á Birgir Olgeirsson skrifar 29. september 2018 09:59 Björgunarmenn að störfum í Palu. Vísir/EPA Tæplega fjögur hundruð manns fórust þegar flóðbylgja fór yfir borgina Palu í gær. Flóðbylgjan fór af stað vegna jarðskjálfta sem mældist 7,5 að stærð en öldurnar náðu þriggja metra hæð þegar þær fóru yfir borgina á Sulawesi-eyju. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hryllinginn sem átti sér stað en þar sjást íbúar flýja skelfingu lostnir undan öldunni. Öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir en þúsundir heimila eru eyðilögð ásamt sjúkrahúsum, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Björgunaraðgerðir standa yfir en rafmagnsleysi gerir björgunarfólk erfitt fyrir. Aðalleiðin til Palu er lokuð að hluta vegna aurskriðu og þá eru nokkrar brýr ónýtar eftir skjálftann og flóðbylgjuna. Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út að 384 fórust í þessari flóðbylgju en talið er að sú tala muni hækka. Að minnsta kosti 540 eru slasaðir. „Það eru fjöldi líka á strandlengjunni vegna flóðbylgjunnar, en hversu margir fórust er óvitað,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir embættismanni. Hann bætti við að íbúarnir hefðu haft lítinn fyrirvara og voru margir á ströndinni þegar hamfararnir áttu sér stað. Hundruð voru að undirbúa hátíð á ströndinni sem átti að hefjast í gærkvöldi. Hann sagði suma hafa bjargað sér með því að klifra upp í sex metra há tré. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því frá BBC þegar flóðbylgjan skall á borginni. Indónesía Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Tæplega fjögur hundruð manns fórust þegar flóðbylgja fór yfir borgina Palu í gær. Flóðbylgjan fór af stað vegna jarðskjálfta sem mældist 7,5 að stærð en öldurnar náðu þriggja metra hæð þegar þær fóru yfir borgina á Sulawesi-eyju. Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hryllinginn sem átti sér stað en þar sjást íbúar flýja skelfingu lostnir undan öldunni. Öflugir eftirskjálftar hafa riðið yfir en þúsundir heimila eru eyðilögð ásamt sjúkrahúsum, hótelum og verslunarmiðstöðvum. Björgunaraðgerðir standa yfir en rafmagnsleysi gerir björgunarfólk erfitt fyrir. Aðalleiðin til Palu er lokuð að hluta vegna aurskriðu og þá eru nokkrar brýr ónýtar eftir skjálftann og flóðbylgjuna. Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út að 384 fórust í þessari flóðbylgju en talið er að sú tala muni hækka. Að minnsta kosti 540 eru slasaðir. „Það eru fjöldi líka á strandlengjunni vegna flóðbylgjunnar, en hversu margir fórust er óvitað,“ hefur fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC eftir embættismanni. Hann bætti við að íbúarnir hefðu haft lítinn fyrirvara og voru margir á ströndinni þegar hamfararnir áttu sér stað. Hundruð voru að undirbúa hátíð á ströndinni sem átti að hefjast í gærkvöldi. Hann sagði suma hafa bjargað sér með því að klifra upp í sex metra há tré. Hér fyrir neðan má sjá myndband af því frá BBC þegar flóðbylgjan skall á borginni.
Indónesía Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira