Þurfum að hugsa um krakkana frekar en tindáta í Breiðholtinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. september 2018 08:00 ÍR féll niður í 2. deld eftir tap gegn Magna á lokadegi Inkassodeildarinnar. fréttablaðið/ernir Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira
Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Sjá meira