Klofningur innan borgaralegu blokkarinnar í Svíþjóð Atli Ísleifsson skrifar 25. september 2018 13:37 Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, Ulf Kristersson, leiðtogi Moderaterna, Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, og Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins. Vísir/Getty Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62. Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Skiptar skoðanir eru nú meðal leiðtoga flokka innan bandalags borgaralegu flokkanna í Svíþjóð um hvernig skuli leitast við að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. Meirihluti sænska þingsins samþykkti í morgun vantraust á Stefan Löfven forsætisráðherra. Ríkisstjórn hans mun þó starfa áfram sem starfsstjórn þar til ný stjórn hefur verið mynduð.Vill leita stuðnings Jafnaðarmanna Jan Björklund, leiðtogi Frjálslyndra, segist ekki vilja mynda nýja stjórn án einhvers konar stuðnings Jafnaðarmannaflokksins, leiðtogi hvers er Löfven, forsætisráðherrann fráfarandi. Ebba Busch Thor, leiðtogi Kristilegra demókrata, segist hins vegar vilja mynda hægristjórn, jafnvel þó það þýði að leita stuðnings Svíþjóðardemókrata. „Okkar afstaða er að Alliansen [bandalag borgaralegu flokkanna] eigi að mynda ríkisstjórn ef það er stuðningur á þingi,“ segir Busch Thor. Kristilegir demókratar og Frjálslyndir mynda ásamt Moderaterna og Miðflokknum bandalag borgaralegu flokkanna.Stefan Löfven, fráfarandi forsætisráðherra Svíþjóðar.Vísir/GettyErfið staða Löfven segist ekki hafa áhuga á að styðja við stjórn borgaralegu flokkanna, og bendir á að hann leiði stærstu blokkina á þingi og eigi að fá að leitast við að mynda nýja stjórn. Skipti Löfven ekki um skoðun eru borgaralegu flokkarnir mjög ósammála um hvernig skuli fram haldið. „Engin blokkanna er með nægilega mikinn suðning svo að við verðum að vinna saman þvert á blokkir. Takist ekki að mynda nýja stjórn þarf að boða til nýrra kosninga í landinu,“ segir Björklund. „Að mynda ríkisstjórn og þurfa svo að segja af sér mánuði síðar þegar maður tapar atkvæðagreiðslu um fjárlög í þinginu, er mjög slæm kænska.“ Annie Lööf, leiðtogi Miðflokksins, deilir skoðun Björklund. Hún segist ekki ætla sér að vera háð Svíþjóðardemókrötum.Útilokuðu Svíþjóðardemókrata Busch Thor segist helst vilja starfa með Jafnaðarmönnum en ef Löfven útilokar að verja hægristjórn vantrausti þá segist hún vilja leita annarra leiða, jafnvel þó það þýði að stjórnin sé háð stuðningi frá Svíþjóðardemókrötum. Fyrir kosningar útilokuðu allir flokkarnir að starfa með Svíþjóðardemókrötum við myndun stjórnar, en flokkurinn rekur harða stefnu í innflytjendamálum. Rauðgrænu flokkarnir eru með 144 þingmenn, bandalag borgaralegu flokkanna 143 og Svíþjóðardemókratar 62.
Norðurlönd Svíþjóð Þingkosningar í Svíþjóð Tengdar fréttir Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Löfven vikið úr embætti forsætisráðherra Meirihluti á sænska þinginu samþykkti í atkvæðagreiðslu í morgun að víkja Stefan Löfven forsætisráðherra úr embætti. 25. september 2018 08:10