Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2018 10:35 Ferðamenn sem koma til Íslands virðast viðkæmir fyrir verðbreytingum. vísir/ernir Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30